Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 67
67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Hljómar betur
Lágmúla 8
Sími 530 2800Fyrir heimilin í landinu
X-CM32BT
Stór hljómur í litlum
græjum. Til í rauðu, svörtu
og hvítu. Verð kr. 44.900,-
Tilboð 37.900,-
X-SMC01BT
Vegghengjanleg bluetooth
stæða sem fer einnig vel í hillu.
Til í svörtu og hvítu.
kr. 35.900,-
Tilboð 27.900,-
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
„Í sumar býður Icelandair upp á 43
áfangastaði í áætlunarflugi,“ segir
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi félagsins, þegar hann er innt-
ur eftir sumrinu framundan. „27 eru í
Evrópu og hinir 16 í Norður-
Ameríku. Þeir
staðir sem við
fljúgum hvað oft-
ast til, og þarf
kannski ekki að
koma á óvart, eru
Kaupmannahöfn
og London í Evr-
ópu, og New York
og Boston í
Bandaríkjunum.
Stóru fréttir sum-
arsins eru aftur á
móti nýju áfangastaðirnir sem eru
fjórir.“
Menning, matur og útivist
Síðan það kvisaðist út að Ice-
landair hygðist bæta Chicago við
áfangastaði sína vestanhafs er ekki
laust við að eftirvænting hafi mynd-
ast meðal ferðalanga enda borgin um
margt áhugaverð og bæjarstæðið við
Michigan-vatn ákaflega fallegt.
„Það er rétt, við ætlum að hefja
flug á Chicago sem er nýr heilsárs-
áfangastaður hjá okkur,“ svarar Guð-
jón þegar borgina sögulegu ber á
góma. „Við byrjum 16. mars og fljúg-
um þangað inn á O’Hare flugvöllinn,
sem er einn stærsti flugvöllur í heimi,
og eftir því frábær tengivöllur í allar
áttir. Borgin sjálf er svo auðvitað
sögufræg og afskaplega skemmtileg
að heimsækja. Í henni er ríkulegt
menningarlíf, mikil og góð aðstaða til
útivistar, og fyrir hlaupara og hjól-
reiðafólk jafnast fátt á við að fara eft-
ir Lakefront Trail, líka ef ætlunin er
bara að fá sér göngutúr,“ bætir Guð-
jón við. „Þetta er stórborg á alla
kanta og allt þar í boði, veitingastaðir
í fremstu röð, söfn á heims-
mælikvarða og verslanir sem hægt er
að gleyma sér í. Svo er ómissandi að
bregða sér upp í Willis Tower, sem
flestir kalla reyndar ennþá Sears-
turninn, sem er ein hæsta bygging
Bandaríkjanna. Þaðan má njóta út-
sýnis sem öllum er ógleymanlegt sem
það upplifa.“
Paradís golfáhugafólksins
Önnur ný borg í áætlunarflugi
Icelandair er Aberdeen í Skotlandi,
áhugaverð þó talsvert sé hún frá-
brugðin áðurnefndri Chicago eins og
Guðjón bendir á. „Þangað erum við
að fljúga í samstarfi við Flugfélag Ís-
lands og flugin þangað eru því með
nýju Bombardier Dash 8 Q400 vél-
unum þeirra, sem taka rúmlega 70 í
sæti. Aberdeen er stórskemmtileg
borg, bæði til að skjótast þangað,
versla og njóta lífsins, og líka til að
grípa í golfsettið því hún er sann-
kölluð miðstöð golfíþróttarinnar og
um leið paradís golfáhugafólks enda
eru þar í kring um fimmtíu fram-
úrskarandi góðir golfvellir,“ en eins
og flestir vita á golfíþróttin rætur sín-
ar að rekja til Skotlands á miðöldum
og hvergi í heiminum er að finna jafn-
marga golfvelli miðað við höfðatölu.
Flesta metnaðarfulla kylfinga
dreymir þar af leiðandi að fara þang-
að í „pílagrímsferð“ minnst einu sinni
á ævinni, heimsækja St. Andrews og
leika hring á einum af hinum nafntog-
uðu „links“ völlum.
Falleg og frönskumælandi
Guðjón nefnir þá að Icelandair
hefji senn flug til Montréal í Kanada
og er það fjórða borgin þar í landi
sem bætist við áætlun félagsins, á eft-
ir Toronto, Vancouver og Edmonton.
„Þetta er einstaklega heillandi borg í
hinu frönskumælandi Québec-héraði
Kanada, og töluvert mikill áhugi á
henni, merkjum við. Montréal [lesist
mon-trí-al uppá enska vísu, mon-real
ef meiningin er að tala frönsku] er
ákaflega forvitnileg og um margt evr-
ópskari en oftast er um norður-
amerískar borgir,“ útskýrir Guðjón.
„Það er kjörið að kynnast borginni og
upplifa hana með því að fara um á
hjóli en fjölmörg fyrirtæki leigja út
hjól og bjóða jafnvel upp á skipulagð-
ar ferðir fyrir þá sem það vilja. Þá er
gaman að nefna að hægt er að versla
bæði ofan- og neðanjarðar í Montréal
því þar er að finna neðanjarð-
argöngugötur sem eru alls um 32
kílómetrar á 12 ferkílómetra svæði.“
Verslunarunnendur ættu því að
geta fundið flest milli himins og jarð-
ar – og líka neðanjarðar – í Montréal.
Flogið og lent beggja
vegna Parísar
Guðjón nefnir að endingu að Ice-
landair muni senn fljúga til Orly-
flugvallar við París og bætist sá völl-
ur því við Charles De Gaulle flugvöll
sem verður eftir sem áður meðal
áfangastaða. „Við erum að bæta
þarna við flug til Parísar því það eru
gríðarlega sterkar „lókal“ tengingar
gegnum Orly-flugvöll og það gefur
okkur kost á flugi innanlands í
Frakklandi ásamt öflugu leiðakerfi til
Suður-Evrópu.“
Framangreindir eru semsé nýju
staðirnir í leiðakerfi Icelandair og
Guðjón segir að gert sé ráð fyrir að
áætlunin á þessu ári vaxi um 24%
miðað við það sem var í fyrra og gert
sé ráð fyrir að fljúga með á bilinu 3,6
til 3,7 milljónir farþega, samanborið
við 3,1 milljón farþega á árinu sem
leið. Stærstur hluti farþeganna er að
fara milli Bandaríkjanna og Evrópu
með tengingu hér á landi Á Keflavík-
urflugvelli. „Við höfum hins vegar
lagt töluverða áherslu á verkefni sem
við köllum „My Stopover“ þar sem
erlendir farþegar staldra við á Ís-
landi á leið sinni yfir Atlantshafið og
við sjáum mjög mikla aukningu í
þessu. Bæði er að heildarfjöldi far-
þega hjá okkur hefur aukist verulega
og hefur hlutfall þeirra sem staldra
við í nokkra daga hér á landi hækkað.
Þetta eru því tölur sem farið er að
muna um.“
Loks má nefna þá breytingu á
ferðum Icelandair í sumar að aftur
eru komnar breiðþotur í flugflotann,
Boeing 767, en þær flugu síðast undir
merkjum félagsins þegar San Franc-
isco var á meðal áfangastaða, fyrir
réttum áratug.
„Það verður gaman að fá þær
aftur inn og þessa dagana er einmitt
verið að setja í þær ný og betri sæti
með skemmtikerfi og gera þær klár-
ar fyrir sumarið. Við hlökkum mikið
til,“ segir Guðjón Arngrímsson að
endingu.
Nýir áfangastaðir og
breiðþotur aftur í flugflotann
Morgunblaðið/Ómar
París Icelandair flýgur nú til beggja alþjóðaflugvallanna við París, bæði Charles de Gaulle og Orly. Hér er horft
yfir borgina að kvöldi til frá útsýnisturninum Tour Montparnasse sem er í samnefndu hverfi á vinstri bakkanum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Chicago Útilistaverkið Cloud Gate eftir Anish Kapoor er í Millenium Park í miðborg Chicago. Það er í hópi helstu
kennileita borgarinnar, ásamt skýjakljúfnum Willis Tower og göngu-, hlaupa- og hjólabrautinni Lakefront Trail.
Chicago, Montréal og Aberdeen eru nýir áfangastaðir Icelandair Einnig flogið til Orly í París
Áhugaverðar borgir og heppilegar til tenginga Boeing 767 aftur í flugflotann
Guðjón
Arngrímsson