Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.02.2016, Qupperneq 32
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ekkert hefur snjóað á Akureyri síð- an í fyrradag! Það telst nánast stór- frétt enda allt á kafi í bænum, eins og lesendur Morgunblaðsins og mbl.is hafa séð síðustu daga. Ekki orð um það meir …    Haldið var upp á 70 ára afmæli Tónlistarskólans á Akureyri með bravör um síðustu helgi í Hofi. Sennilega hafa aldrei fleiri verið saman komnir í stóra salnum, Hamraborg, því troðfullt var á áhorfendapöllunum og á fjórða hundrað hljóðfæraleikarar, ungir og gamlir, á sviðinu.    Með nemendum skólans lék ak- ureyrska hljómsveitin 200.000 nagl- bítar, Vilhelm Anton Jónsson, Kári Jónsson og Benedikt Brynleifsson. Flutt voru lög hljómsveitarinnar, í bland við fleira, allt útsett af Daníel Þorsteinssyni, sem stjórnaði flutn- ingnum. Myndasyrpu frá afmælinu má sjá á mbl.is.    Hafþór heitinn Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, var einn af velunn- urum Flugsafns Íslands á Akureyri. Hafþór, sem hefði orðið fimmtugur í janúar, lést langt fyrir aldur fram í flugslysi fyrir nokkrum árum. Til að heiðra minningu hans fékk safnið Þuríði Sigurðardóttur, listmálara, söngkonu og fyrrverandi flugfreyju, til að mála af Hafþóri mynd og var verkið afhjúpað í safninu við athöfn um síðustu helgi.    Það voru synir Hafþórs, Andri Pétur og Arnar Hugi, sem afhjúp- uðu málverkið. Því hefur verið kom- ið fyrir á sérstökum heiðurs- mannavegg, sem svo er kallaður, en þar er að finna málverk af sér- stökum vinum og velgjörð- armönnum safnsins.    Akureyringum voru á þriðju- daginn kynnt drög að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum, sem stjórn- arskrárnefnd hefur lagt fram. Það var Aðalheiður Ámundadóttir sem fjallaði um málið og störf nefnd- arinnar á Lögfræðitorgi í Háskól- anum á Akureyri. Aðalheiður, sem er fulltrúi Pírata í stjórnarskrár- nefnd, útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá HA 2013.    Hraðlína í Menntaskólanum á Akureyri verður kynnt á fundi í skólanum í dag kl. 17 til 18. Nem- endur 9. bekkar grunnskóla og for- ráðamenn eru sérstaklega boðnir velkomnir.    Djassgeggjarar bæjarins at- hugið! Akureyri Backpackers efnir til veislu fimmtu-, föstu- og laug- ardagskvöld. Rakel Sigurðardóttir söngkona, 23 ára Akureyringur, ríð- ur á vaðið ásamt gítarleikaranum Matta Saarinen í kvöld, á morgun kemur fram Jazztríó Matta Saari- nen – en með honum leika Stefán Ingólfsson bassaleikari og Halldór G. Hauksson trommari og á laug- ardaginn er svo tríóið Equally Stu- pid með tónleika. Þeir hefjast allir kl. 21 og aðgangur er alltaf ókeypis.    Eyvör Pálsdóttir heldur upp á út- gáfu plötunnar Slør með tónleikum á Græna hattinum á laugardags- kvöldið og í Gamla bíói í Reykjavík á sunnudaginn. Með Eyvöru eru Mikael Blak og Høgni Lisberg. Upp- selt er á tónleika kl. 20 en auka- tónleikar hafa verið settir á kl. 23.    Japanski raftónlistarmaðurinn Daisuke Tanabe verður með tón- leika á Græna hattinum í kvöld og á morgun verður Rúnar Þórisson með útgáfutónleika en platan Ólund- ardýr kom út í haust.    Rúnar lék um langt skeið með hljómsveitinni Grafík en hefur gefið út fjórar sólóplötur frá 2005. Dætur Rúnars, Lára og Mar- grét, koma fram með honum, sem og Arnar Þór Gíslason, Birkir Rafn Gíslason og Guðni Finnsson.    Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumflytur í kvöld Bjart með köflum eftir Ólaf Hauk Sím- onarson í leikstjórn Pétur Guðjóns- sonar. Sýnt er í Freyvangi.    Bjart með köflum er söngleikur með tónlist frá hippatímabilinu. Í sýningunni eru lög á borð við; Leyndarmál, Glugginn, Dimmar rósir, Ég elska alla og Undarlegt með unga menn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Afmæli Tónleikar í tilefni 70 ára afmælis Tónlistarskólans voru skemmtilegir. Á fjórða hundrað var á sviðinu. Bjart með köflum í leik og starfi nyrðra Morgunblaðið/Skapti Flugsagan Synir Hafþórs heitins Hafsteinssonar afhjúpuðu málverk af föð- ur sínum á Flugsafninu á Akureyri. Andri Pétur, til vinstri, og Arnar Hugi. Morgunblaðið/Skapti Stjórnarskrá Hluti gesta sem hlýddu á Aðalheiði Ámundadóttur. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016 Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala um að farið verði af stað með aðgerðir þar sem heila- æðagúlum er lokað með æðaþræð- ingartækni. Í frétt frá Landspítala segir að slíkar aðgerðir hafi í sumum til- fellum verið gerðar á Íslandi fyrir um áratug síðan af erlendum sér- fræðingum en undanfarin ár hafi hluti sjúklinga verið sendur til út- landa. Árlega hafa 6 til 8 sjúklingar verið sendir utan til meðferðar en aðrir undirgengist opna skurðað- gerð hérlendis. Öryggi sjúklinga eykst Samningurinn tekur til þjónustu fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem þurfa á þessum aðgerðum að halda. Fyrst um sinn munu erlend- ir sérfræðingar koma hingað til lands og vera starfsfólki æðaþræð- ingardeildar spítalans innan hand- ar með aðstoð á meðan þjónustan er að festa sig í sessi. Öryggi sjúk- linga með sjúkdóma í æðakerfi heila- og taugakerfis mun aukast til muna með þessari nýju starfsemi. „Nýr tækjabúnaður og ráðning sérhæfðs læknis á röntgendeild Landspítala gerir það mögulegt að færa þessa þjónustu til Íslands,“ segir í fréttinni. Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn tekið gildi og Land- spítala verið gert kleift að hefjast handa við að veita þessa þjónustu hér á landi. Búist er við að fyrsta aðgerðin fari fram á spítalanum í næsta mánuði. Auk kostnaðar sem fellur á Landspítala er kostnaður Sjúkratrygginga Íslands við samn- inginn áætlaður tæpar 100 millj- ónir króna. „Það er þó gert ráð fyr- ir að samningurinn muni leiða til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði þegar á heildina er litið þar sem að- gerðirnar verða nú framkvæmdar hér á landi í stað þess að senda sjúklinga utan,“ segir í fréttinni. sisi@mbl.is Heilaaðgerðir með þræðinga- tækni gerðar á Landspítala Ljósmynd/Landspítali Aðgerðir Tækið sem aðgerðirnar verða framkvæmdar með á Landspít- alanum. Kristbjörn I. Reynisson, yfirlæknir, bendir á skjáinn.  6-8 sjúklingar hafa verið sendir utan til meðferðar á ári
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.