Morgunblaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
UP! MEÐ
ÖRYGGIÐ
VW Up! frá aðeins:
1.790.000 kr.
Nýi kjarasamningurinn sem gerður
var á milli ASÍ og Samtaka atvinnu-
lífsins í seinasta mánuði var sam-
þykktur með yfir 91% greiddra at-
kvæða í sameiginlegri allsherjar-
atkvæðagreiðslu. Kosningaþátttakan
var 14,08% en alls voru 75.635 á kjör-
skrá og greiddu 10.653 atkvæði.
Kosningunni lauk á hádegi í gær. Já
sögðu 9.724 eða 91,28%. Nei sögðu
832 eða 7,81%. 97 skiluðu auðu.
„Auðvitað hefði ég viljað sjá meiri
þátttöku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ. Hann bendir á að þetta
var í fyrsta skipti sem sambandið
stendur að svona stórri atkvæða-
greiðslu. Skýringin á kosningaþátt-
tökunni liggi hugsanlega líka í því
hvað mikill stuðn-
ingur var almennt
við samninginn
eins og sjá megi af
þessari afgerandi
niðurstöðu.
Samningurinn
kveður á um að í
stað launaþróun-
artryggingar á
þessu ári kemur
6,2% almenn
launahækkun, sem er afturvirk frá 1.
janúar sl., og verður væntanlega
greidd ofan á laun um næstu mán-
aðamót. Þá hækkar framlag launa-
greiðenda í lífeyrissjóði í skrefum og
verður 11,5% í júlí 2018.
„Við erum alla vega hvað þetta
varðar komin inn á sömu braut og
aðrir og að tryggja jafnræði í
launaþróun á næstu misserum. Við
vitum svo að stjórnvöld eru að klára
það sem að þeim snýr og þar eru hús-
næðismálin mjög afgerandi. Við mun-
um leggjast yfir stöðu þeirra á næstu
dögum,“ segir Gylfi.
Samtökin á vinnumarkaði vinna af
fullum krafti að undirbúningi um-
ræðu um nýtt vinnumarkaðslíkan.
Fundað hefur verið með Steinar
Holden, norskum sérfræðingi um
norræn samningamódel, að undan-
förnu. Er markmiðið að halda 5-600
manna fund í vor um álitamál varð-
andi samningalíkan. omfr@mbl.is
Samþykktur með yfir-
burðum en 14% kusu
6,2% launahækkun tekur gildi og er afturvirk frá 1. janúar
Gylfi
Ingvarsson
Jónas Jónasson flugstjóri smurði
mjúklega inn á flugbraut þegar
hann lenti Bombardier Q-400 á
Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær.
Þetta er fyrsta vélin þeirra gerðar
sem FÍ fær, en þær verða alls þrjár
og komnar í fulla notkun fyrir vor-
ið. Fjölmenni var á flugvellinum og
fagnaði því þegar vélin renndi í
hlað eftir rúmlega þriggja stunda
flug frá East-Midland á Englandi.
„Aflið er mikið, vélin bókstaflega
þýtur áfram. Við flugum heim á 660
km hraða á klukkustund, sem nálg-
ast þotuhraða. Þá er hægt að klifra
þessari vél mjög hratt og komast
upp fyrir veður,“ sagði Jónas Jón-
asson sem þykir vélin í alla staði
þægileg, bæði fyrir áhöfn og far-
þega.
„Þetta er fjárfesting fyrir nokk-
uð á fjórða milljarð,“ segir Árni
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Flugfélags Íslands. Hann segir far-
þega í innanlandsflugi FÍ á ári nú
vera um 300 þúsund. Verkefni í
Grænlandsflugi séu að aukast og
vélarnar muni einnig nýtast í flugi
til og frá Aberdeen í Skotlandi.
„Forsendan okkar fyrir innland-
landsfluginu og að þessi fjárfesting
beri sig er sú að ekki verði hróflað
við Reykjavíkurflugvelli,“ segir
Árni sbs@mbl.is
Aflmikill Bombardier kominn til Íslands
Tímamót hjá Flugfélagi Íslands Kaupverð þriggja Q400-véla á fjórða milljarð króna Óbreytt-
ur Reykjavíkurflugvöllur var forsenda kaupanna Klifrar mjög hratt og bókstaflega þýtur áfram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bombardier Nýja flugvél Flugfélags Íslands í lágflugi yfir Reykjavíkurflugvelli í gær, yfir eina af Dash-vélunum sem notaðar verða áfram.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hlutur Valitors af söluandvirði Visa
Europe er um 9,1 milljarður króna.
Við það bætist hlutdeild í framtíðar-
tekjum sem kemur til greiðslu síðar.
Greiðslurnar eru tilkomnar vegna
valréttar í tengslum við samruna
Visa Inc. og Visa Europe, en Valitor
er með starfsleyfi fyrir Visa og
MasterCard í Evrópu. Borgun fékk
greiðslur vegna sambærilegs val-
réttar. Fjallað hefur verið um þær
greiðslur og hafa þær verið settar í
samhengi við söluna á 31,2% hlut
Landsbankans í Borgun árið 2014
fyrir 2,2 milljarða. Seldi bankinn
jafnframt 38% hlut sinn í Valitor til
Arion banka fyrir 3,6 milljarða króna
haustið 2014.
Það þýðir að
Landsbankinn
verðmat Valitor á
9,5 milljarða. Sú
upphæð er 400
milljónum króna
hærri en hlutur
Valitor af sölu-
andvirði Visa
Europe. Jafn-
framt var samið
um að Arion
banki myndi greiða Landsbankanum
viðbótargreiðslu ef samruni yrði.
Bundin í tiltekin tíma
Viðar Þorkelsson, forstjóri Val-
itors, staðfestir umræddar greiðslur
til Valitors vegna valréttarins.
Hann segir Valitor fá í sinn hlut
6,8 milljarða króna í reiðufé og hluta-
bréf að verðmæti 2,3 milljarða
króna. Þriðji hlutinn sé hlutdeild í
áðurnefndum framtíðartekjum.
Hlutabréfin eru forgangshlutabréf,
bundin í tiltekinn tíma.
Arðurinn til Arion banka
Viðar segir áðurnefndar greiðslur,
að fjárhæð 9,1 milljarð króna, geta
myndað stofn til arðgreiðslu til hlut-
hafa. Arion banki á 100% hlut í
Valitor Holding sem á 99% hlut í
Valitor.
Viðar segir erfitt að áætla hlut-
deild Valitors í framtíðartekjum Visa
í Evrópu. „Ef vel gengur geta þetta
orðið töluverðir fjármunir,“ segir
Viðar og bendir á að Landsbankinn
muni fá hlut í ágóðanum.
Steinþór Pálsson, bankastjóri
Landsbankans, rifjaði upp í grein í
Morgunblaðinu 22. janúar að vegna
samrunans mun söluandvirði Visa
Europe renna til um 3.000 fyrir-
tækja sem hafa átt í viðskiptum við
Visa Europe.
Fram kom í frétt Morgunblaðsins
20. janúar að áðurnefndur samruni
gæti fært kortafyrirtækjunum Borg-
un og Valitor á annan tug milljarða.
Miðað við áðurnefnda hlutdeild
Valitors gæti það verið vanáætlað.
Þá má rifja upp að fram kom í
Morgunblaðinu 10. febrúar að
„þegar kaup Visa Inc. á Visa Europe
munu ganga í gegn munu þau skila
greiðslukortafyrirtækinu Borgun
um 6,5 milljörðum króna, auk þess
sem fyrirtækið mun eiga kost á af-
komutengdri greiðslu árið 2020 sem
taka mun mið af afkomu af starfsemi
Visa í Evrópu næstu fjögur árin“.
Valitor fær yfir 9 milljarða
Valitor fær 6,8 milljarða í reiðufé og 2,3 milljarða í hlutabréf vegna Visa Europe
Samanlagt fá Valitor og Borgun 15,6 milljarða króna Fá meira greitt síðar
Viðar
Þorkelsson
„Engar viðræður
hafa farið fram
um fasta viðveru
bandaríska hers-
ins á Íslandi og
engar óskir lagð-
ar fram þar að
lútandi,“ segir í
tilkynningu ut-
anríkisráðuneyt-
isins um fund
Gunnars Braga
Sveinssonar utanríkisráðherra í
gær með Jim Townsend, aðstoð-
arvarnamálaráðherra Bandaríkj-
anna, og Benjamin Ziff aðstoðarut-
anríkisráðherra. Fundurinn snerist
um samstarf þjóðanna á sviði ör-
yggis- og varnarmála.
M.a. var rætt um aðkomu banda-
ríska hersins að loftrýmisgæslu á
Íslandi, kafbátaleit og þátttöku í
æfingum, sem er hluti af vörnum
landsins og sameiginlegum vörnum
Atlantshafsbandalagsins.
Engar viðræður um
fasta viðveru banda-
ríska hersins hér
Gunnar Bragi
Sveinsson