Morgunblaðið - 10.03.2016, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016
Starfsfólk Minja-
stofnunar Íslands ger-
ir athugasemdir við
eftirtalin atriði sem
fram komu í viðtali við
Sigurð Örn Guðleifs-
son, skrifstofustjóra í
forsætisráðuneytinu, í
Morgunblaðinu 2.
mars sl.
Í viðtalinu kom fram
að markmið ráðuneyt-
isins með sameiningu
Þjóðminjasafns (ÞJMS) og Minja-
stofnunar (MÍ) væri að styrkja
málaflokkinn og að tekið væri tillit
til efnislegra athugasemda sem
þjóna sama tilgangi. Ekki verði þó
fallið frá áformum um sameiningu.
Síðari fullyrðingin felur í sér að
áformin verði ekki endurskoðuð
þrátt fyrir að fram komi athuga-
semdir sem sýna fram á veigamikla
ókosti sameiningar. Þetta er í sam-
ræmi við allan undirbúning málsins.
Lítið tillit hefur verið tekið til at-
hugasemda þrátt fyrir að öðru sé
haldið fram og vísað sé til víðtæks
samráðs.
Fram kom að hnykkja eigi á hlut-
verki ÞJMS í vísindarannsóknum,
vegna framkominnar gagnrýni, en
þær eru mikilvægur þáttur í starf-
semi safnsins. Á sviði fornleifa verði
þó ekki um að ræða framkvæmda-
rannsóknir þar sem þær séu á sam-
keppnismarkaði. Jákvætt er að mik-
ilvægi vísindarannsókna í starfsemi
safnsins sé viðurkennt. Hinsvegar
stunda aðilar á samkeppnismarkaði
einnig vísindarannsóknir á sviði
fornleifa og fá til þess styrki. Bæði
vísinda- og framkvæmdarannsóknir
eru leyfis- og eftirlitsskyldar og fer
MÍ með veitingu leyfa og eftirlit.
Verði af sameiningu stofnana mun
sameinuð stofnun fara með veitingu
leyfa til sjálfrar sín og hafa eftirlit
með sjálfri sér. Hvað gerist ef stofn-
unin sjálf og aðili á samkeppnis-
markaði vilja rannsaka sömu forn-
leifarnar?
Ekki er talin ástæða til að hafa
áhyggjur af hagsmunaárekstrum í
sameinaðri stofnun þar sem reglur
um vanhæfi í stjórnsýslurétti séu
skýrar. Starfsfólk MÍ og aðrir hafa
bent á augljósa hagsmunaárekstra á
ýmsum sviðum. Sé ekkert í vanhæf-
isreglum sem kveður á um að óeðli-
legt sé að stofnun fari með leyfis-
veitingar til sjálfrar sín, hafi eftirlit
með sjálfri sér, taki stjórnsýsluákv-
arðanir í málefnum aðila sem hún
þiggur styrki frá eða hefur gert fjár-
hagslega samninga við þá þarf að
endurskoða þær reglur.
Nýkynnt frumvarp
er sagt vera hluti af
endurskoðun laga sem
hafin var á sl. ári og
haft hafi verið víðtækt
samráð um. Ákveðið
hafi verið að bíða með
framlögn þess og fella
inn í stærra frumvarp
sem næði yfir samein-
ingu stofnana. Um-
rædd endurskoðun,
sem MÍ fékk til um-
sagnar í september
2015, varðaði aðeins
örfáar lagagreinar og
er aðeins lítið brot af því sem ný-
kynnt frumvarp inniheldur.
Vísað er til samráðs um síðari
breytingar frumvarpsins því for-
stöðumenn beggja stofnana og
fulltrúar starfsfólks þeirra hafi setið
í stýrihópi um sameininguna. Þetta
á ekki við nein rök að styðjast.
Hvorki forstöðumaður MÍ sem var í
umræddum stýrihópi né fulltrúi
starfsmanna MÍ vissu af eða sáu ný-
kynnt frumvarp fyrr en eftir að það
hafði verið kynnt opinberlega sem
tillaga stýrihópsins.
Fram kom að Capacent hefði haft
samráð við fjölda hagsmunaaðila
vegna vinnu við svokallaða fýsileika-
greiningu. Það hefur vakið athygli
hagsmunaaðila að hvergi er minnst
á þá gagnrýni sem þeir settu fram á
fundum með Capacent né að við-
mælendur hafi lagst gegn samein-
ingaráformunum, líkt og fram-
komnar athugasemdir, ályktanir og
fundargerðir hafa sýnt.
Ekki var talin ástæða til að skoða
sameiningu MÍ við aðrar stjórn-
sýslustofnanir t.d. á sviði umhverfis-
og skipulagsmála. Sameining við
ÞJMS þótti nærtækust vegna marg-
falt stærri snertiflata verkefna.
Þessa ályktun drógu aðilar án þess
að framkvæma greiningu á verk-
efnum stofnananna. Þrátt fyrir fýsi-
leikakönnun Capacent gætir enn
misskilnings á verkefnum þeirra og
snertiflötum. Í greinargerð ný-
kynnts frumvarps er t.d. fjallað um
helstu verkefni MÍ af mikilli van-
þekkingu. Hvergi er minnst á um-
fangsmestu verkefni stofnunarinnar
s.s. umsagnir um umhverfismöt,
skipulagsmál og fyrirhugaðar fram-
kvæmdir. Verkefnagreiningin er
augljóslega röng og því ekki að
furða að aðilar sjái ekki snertifleti
við aðrar stofnanir í réttu ljósi. Inn-
an við 10% af ríflega 1.100 málum í
málakerfi MÍ árið 2015 tengjast á
einhvern hátt verkefnum ÞJMS. Sé
eingöngu litið til mála sem kröfðust
raunverulega samstarfs eða sam-
skipta við safnið þá eru þau talsvert
færri.
Ein rök fyrir sameiningunni eru
stefna stjórnvalda um fækkun op-
inberra stofnana og viðmið fjár-
málaráðuneytisins að ekki verði
reknar stofnanir með færri en 30-50
starfsmönnum. Markmið þeirrar
stefnu er hagræðing, þ.e. að skapa
fjárhagslegan og faglegan ávinning
með samlegðaráhrifum. Fyrirhuguð
sameining og nýkynnt frumvarp
nær hvorugu markmiðinu og því
eðlilegt að spurt sé í hverju ávinn-
ingurinn felist.
Frumvarpið er ekki sagt fela í sér
aukin útgjöld og er dregin í efa
ábending um að fjölga þurfi stöðu-
gildum í forsætisráðuneytinu vegna
tilfærslu verkefna frá stofnuninni til
ráðuneytisins.
Verkefnin sem til stendur að
flytja eru m.a. ráðgjöf til sveitarfé-
laga vegna mótunar tillagna um
verndarsvæði í byggð og tillögugerð
vegna friðlýsinga húsa og mann-
virkja. Það er mat starfsfólks MÍ að
til að sinna þessum verkefnum þurfi
yfirgripsmikla sérfræðiþekkingu s.s.
á sviði byggingarsögu, arkitektúrs,
sagnfræði og fornleifafræði. Það
mat byggist á reynslu starfsfólks
MÍ af því að sjá um þessi og hlið-
stæð verkefni um árabil. Skrif-
stofustjóri ráðuneytisins virðist
hinsvegar telja að þekking á lögum
geri aðila að sérfræðingum í mál-
efnum húsverndar og byggingar-
sögu.
Umrætt frumvarp felur að auki í
sér umtalsverða fjölgun afgreiðslu-
mála sem mun óumflýjanlega krefj-
ast fleiri starfsmanna með tilheyr-
andi útgjöldum. Ákvæði sem nú eiga
eingöngu við um friðlýst hús, sem
eru um 500, munu einnig gilda um
aldursfriðuð hús sem eru a.m.k.
3.500.
Í frumvarpinu er eigendum ald-
ursfriðaðra húsa gert að tilkynna ef
hús verður fyrir spjöllum og stofn-
uninni gert að meta tjónið. Eftirlit
með aldursfriðuðum húsum verður
aukið og stofnuninni falið að leggja
fyrir eigendur þeirra að gera um-
bætur ef viðhald er vanrækt. Bæði
ákvæðin gilda nú eingöngu um frið-
lýst hús.
Eigendum aldursfriðaðra húsa
verður gert að leita eftir heimild ef
setja á skilti eða aðrar áletranir á
hús. Eigendur munu því t.d. þurfa
að sækja um heimild fyrir því að
merkja húsið sitt með húsnúmeri.
Eigendum friðlýstra húsa verður
gert að afla formlegs leyfis fyrir öll-
um endurbótum og viðhaldi, s.s.
málningarvinnu og öðru minniháttar
viðhaldi.
Af ofangreindu ætti að vera aug-
ljóst að frumvarpið felur í sér veru-
leg útgjöld fyrir ríkissjóð og aukið
flækjustig og kostnað fyrir eigendur
aldursfriðaðra og friðlýstra húsa.
Áréttað skal að starfsfólk MÍ er
ekki mótfallið sameiningu um-
ræddra stofnana við aðrar stofnanir.
Sameiningar þurfa hins vegar að
vera til þess fallnar að ná þeim
markmiðum sem stefnt er að, þ.e.
auknu hagræði – bæði fjárhagslegu
og faglegu.
Eftir Esther Önnu
Jóhannsdóttur » Það er mat
starfsfólks MÍ
að til að sinna þessum
verkefnum þurfi
yfirgripsmikla sérfræði-
þekkingu s.s. á sviði
byggingarsögu, arki-
tektúrs, sagnfræði og
fornleifafræði.
Esther Anna
Jóhannsdóttir
Höfundur er fjármálastjóri
og skrifar fyrir hönd starfsfólks
Minjastofnunar.
Sameiningin ekki hagkvæm
Brátt skal kjósa
nýjan forseta. Ekki er
skortur á frambjóð-
endum. Forsetinn er,
eftir að Ólafur bylti
embættinu, einn
valdamesti maður
landsins. Manni hrýs
hugur við að í emb-
ættið gæti valist ein-
hver jólasveinn eða
trúður, sem ekki
kynni að fara eins vel með valdið
og Ólafur. Skeð gæti það, lýðveld-
inu og þjóðinni til stórskaða. Betra
er að byrgja brunninn, áður en
barnið er dottið ofan í. En hvað
kæmi í staðinn? Eftirfarandi eru
staðreyndir:
1. Reynslan sýnir að ekki gengi
að forseti þingsins eða forsætisráð-
herra tæki við embættinu. Hefðu
t.d. Jóhanna og Steingrímur farið
með valdið þá væri þjóðin nú í
skuldafangelsi um ófyrirsjáanlega
framtíð.
2. Forsetinn hefur með þjóð-
aratkvæðagreiðslum
komið í veg fyrir stór-
slys af völdum stjórn-
valda.
Nærtækast er að
þjóðaratkvæðagreiðsl-
ur komi í stað forseta.
Þær eru þannig í Sviss
að umdeild málefni
eru krufin til mergjar
og kynnt almenningi,
sem kýs vel upplýstur
um málið. Hefðum við
haft slíkt kerfi væri
löngu búið að byggja
spítala á öðrum stað en við Hring-
braut og eingetið afkvæmi borgar-
stjóra, Rögnunefndin, hefði aldrei
fæðst. Í Sviss er líka kosið um mál-
efni sveitarfélaga, eins og t.d. for-
gangsröðun framkvæmda, breyt-
ingar á deiliskipulagi og
nýbyggingar í grónum hverfum.
Ekki virðist vanþörf á slíku fyr-
irkomulagi hjá okkur.
Vilja þjóðarinnar má fá fram
með því að hafa á atkvæðaseðlinum
þjóðaratkvæði sem valkost að
krossa við líkt og við frambjóð-
endur. Fái þjóðaratkvæði flest at-
kvæði verður að semja og sam-
þykkja lög um
þjóðaratkvæðagreiðslur. Ekki þarf
að finna upp hjólið. Það er í Sviss
og fljótlegt að aðlaga það okkar að-
stæðum. Við gætum eflaust fengið
ráðgjöf frá Sviss um lagfæringar á
því, sem þeim kann að finnast
ábótavant hjá sér. Þannig gætum
við eignast bestu lög um þjóðar-
atkvæðagreiðslur, öðrum þjóðum til
fyrirmyndar.
Fyrir túristana mætti breyta
Bessastöðum í safn um sjálfstæð-
isbaráttuna og forsetana. Einnig
hafa þar móttökur fyrir erlendra
þjóðhöfðingja eða gesti og þess
háttar uppákomur. Slíkur rekstur
yrði mikið ódýrari en rekstur emb-
ættisins er í dag. Mismuninum og
aðgangseyri að safninu væri vel
varið til Fjölskylduhjálparinnar.
Eftir Sigurð
Oddsson »Hefðum við haft slíkt
kerfi væri löngu bú-
ið að byggja spítala.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
Þjóðaratkvæðagreiðslur
Hafnargata
Seyðisfjörður
Nánari upplýsingar
hjá INNI fasteignasölu
s.580 7905 eða á www.inni.is.
Gott hús á frábærum stað við Hafnargötu á Seyðisfirði sem
hentað getur fyrir hverskonar þjónustustarfsemi s.s. veitinga-
eða kaffihús og margt fleira. Húsið er í góðu ástandi og hefur
síðustu misseri hýst starfsemi Landsbankans og Íslandspósts.
Rúmgóður bílskúr er við húsið og lóð er frágengin með
bundnu slitlagi með góðum bílastæðum. Hellulagt er
hringinn í kringum húsið og hiti er í stétt framan við inngang.
Heildarstærð eignarinnar er 223,0 m².
Langahlíð
Seyðisfjörður
Nánari upplýsingar
hjá INNI fasteignasölu
s.580 7905 eða á www.inni.is.
Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu,
fyrirtæki í fullum rekstri.
Um er að ræða þrjú heilsárshús í norðanverðum Seyðisfirði,
ca 3 km frá þéttbýlinu. Húsin eru 53,7 m² (byggð 2005, 2008
og 2013) og eru þau öll fullbúin með þremur svefnherbergj-
um (svefnpláss fyrir 6 í hverju húsi), stórri timburverönd,
heitum potti og síðast en ekki síst stórkostlegu útsýni yfir
Seyðisfjörð. Árið 2015 gistu 1263 manneskjur í húsunum
en nú þegar eru komnar 1298 bókanir fyrir árið 2016.