Morgunblaðið - 22.03.2016, Page 19

Morgunblaðið - 22.03.2016, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARS 2016 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Norður-kóreskar hersveitir skutu í gær á loft fimm skammdrægum flugskeytum og höfnuðu þau í sjón- um úti fyrir austurströnd landsins. Voru þá einungis liðnir fáeinir sólar- hringar frá því að ráðamenn í Pyon- gyang gáfu skipun um að skjóta á loft tveimur flugskeytum, með með- aldrægni, en flaugarnar fóru um 800 kílómetra vegalengd áður en þær féllu í hafið austur af landinu. Fréttaveita AFP greinir frá því, og vitnar til herforingjaráðs Suður- Kóreu, að flaugunum fimm hafi verið skotið á loft frá borginni Hamhung í austurhluta Norður-Kóreu. Er nú unnið að því að greina tegund þeirra. Stjórnvöld í Washington DC vest- anhafs hvetja ráðamenn í Pyon- gyang til að halda ró sinni og vera ekki að auka á spennuna. En tíð til- raunaskot Norður-Kóreu að undan- förnu eru einkum komin til vegna hertra refsiaðgerða Bandaríkjanna í þeirra garð eftir ólögmætar kjarn- orkutilraunir á Punggye-ri-kjarn- orkutilraunasvæðinu afskekkta. Gáleysislegar ögranir Eldflaugaskotið fyrir helgi, þar sem tveimur flugskeytum með með- aldrægni var skotið á loft, er hið fyrsta sinnar tegundar í um tvö ár, en flaugarnar geta borið kjarnaodd. Park Geun-Hye, forseti Suður- Kóreu, varar við því sem hann kallar „mjög örlagaríkan tíma“ fyrir Kór- euskaga. „Þrátt fyrir að alþjóðasam- félagið hafi samþykkt harðar vítur, heldur Norður-Kórea áfram sínum gáleysislegu ögrunum sem birtast í nýlegum skipunum Kim Jong-Un,“ hefur AFP eftir forsetanum. Eru stjórnvöld í Seúl nú búin und- ir frekari kjarnorkutilraunir á Pung- gye-ri-svæðinu í Norður-Kóreu. „Við erum þeirrar skoðunar að fimmta kjarnorkutilraunin geti gerst hve- nær sem er,“ segir embættismaður. Seúl varar við „ör- lagaríkum tíma“  Fimm flugskeytum skotið á loft í gær AFP Ógn Leiðtoginn Kim Jong-Un fylg- ist hugfanginn með tilraunaskoti. Búið er að opna á ný fyrir flug- umferð um al- þjóðaflugvöllinn í rússnesku borg- inni Rostov-on- Dom, en starf- semi þar lagðist af í kjölfar brot- lendingar Boeing 737 farþegaþotu FlyDubai síðast- liðinn laugardag. „Starfsemi flugvallarins er nú komin á fullt,“ hefur fréttaveita AFP eftir talsmanni vallarins, en fjarlægja þurfti brak vélarinnar af flugvallarsvæðinu eftir að farþega- þotan skall harkalega niður við brautarendann og varð við það alelda. Mátti um tíma finna brak á um 1,5 km2 stóru svæði. Um borð í farþegavélinni voru alls 62 og lét- ust þeir allir í slysinu. Vélin var á leið til Rússlands frá Dúbaí og voru veðuraðstæður á slysstað afar krefjandi. Hafði flug- stjórinn hætt við lendingu skömmu áður en vélin brotlenti. Orsök slyss- ins er enn óljós. khj@mbl.is RÚSSLAND Búið að fjarlægja brakið af slysstað Brak vélarinnar var á stóru svæði. Lögreglan í Indónesíu hefur hand- tekið þrjá menn sem grunaðir eru um að hafa ráðist á sjötuga konu í þorpinu Buya, sem er á Sula-eyja- klasanum í Indónesíu, og brytjað hana í sundur með sveðjum. Báru árásarmennirnir því við að konan væri norn og því réðust þeir á hana með fyrrgreindum afleiðingum. Fréttaveita AFP segir einn hinna handteknu halda því fram að konan hafi lagt álög á eiginkonu hans. „Á meðan hún var veik, þá leið henni oft eins og hún væri í álögum og sagði gömlu konuna standa fyrir því,“ hefur AFP eftir lögreglu- manni. „Eiginmaðurinn trúði þessu og leitaði að henni ásamt vinum.“ Stór hópur fólks fylgdi eigin- manninum og vinum hans að húsi konunnar en aðeins þrír fóru þang- að inn og myrtu hana. khj@mbl.is INDÓNESÍA Kona myrt vegna gruns um galdra Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Lögreglan í Belgíu leitar nú 24 ára karlmanns, Najim Laachraoui að nafni, eftir niðurstöðu DNA-rann- sókna á lífsýnum sem meðal annars fundust í íbúðum sem notaðar höfðu verið af íslamistum þar í landi. Er Najim talinn vera vitorðsmaður Salah Abdeslam sem handtekinn var í umfangsmikilli lögregluaðgerð í Mo- lenbeek, úthverfi Brussel, síðastlið- inn föstudag, en Salah er einn þeirra sem þátt tóku í hryðjuverkaárásun- um í París í nóvember sl. Breska rík- isútvarpið (BBC) greinir frá því að Najim noti nú fölsuð skilríki á ferðum sínum. Fréttaveita AFP segir, og vitnar til heimildarmanns sem þátt tekur í rannsókninni á voðaverkunum í Par- ís, að lífsýni úr Najim hafi einnig fundist á sprengiefni sem notað var við ódæðin. Var á vígvöllum Sýrlands Í febrúar árið 2013 hélt Najim til vígasvæða í Sýrlandi, undir nafninu Soufiane Kayal, og tók þar þátt í ódæðisverkum í nafni Ríkis íslams. Hann ferðaðist á fölskum skilríkj- um aftur til Evr- ópu snemma í september á síð- asta ári. Með honum í för var áðurnefnd- ur Salah Abdes- lam og Mohamed Belkaid frá Alsír sem drepinn var í síðustu viku af leyniskyttu lögreglu í umfangsmiklum aðgerðum í Brussel. Þá leitar lögregla einnig að þrítug- um karlmanni vegna árásanna í París og heitir sá Mohamed Abrini. Sam- kvæmt fréttaveitu AFP er Mohamed með ríkisfang í Belgíu en ættaður frá Marokkó. Hefur lögreglan í Frakklandi undir höndum upptöku úr eftirlitsmyndavél sem sýnir Mohamed og Salah á bens- ínstöð skammt norður af París tveim- ur dögum fyrir árásirnar. Til þessa hafa yfirvöld í Belgíu ákært alls 11 manns vegna árásanna, þar af eru þrír sem eru ákærðir fyrir að hafa að- stoðað Salah á flóttanum. Vitorðsmanns nú leitað  Najim Laachraoui leitað af lögreglu vegna hryðjuverkanna í París  Ferðaðist frá Sýrlandi til Evrópu á fölskum skilríkjum  Lífsýni komu lögreglu á sporið Najim Laachraoui Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu Demó- krataflokksins í komandi forsetakosningum í Banda- ríkjunum, gagnrýndi repúblikanann Donald Trump fyrir stefnuleysi, m.a. þegar kemur að öryggis- og varnarsamstarfi við Ísrael. „Við þurfum stöðugar hendur. Ekki forseta sem segist vera hlutlaus á mánu- dag, hliðhollur Ísrael á þriðjudag og hver veit hvað á miðvikudag - vegna þess að semja má um allt“. Clinton komin með 1.147 kjörmenn af þeim 2.383 sem þarf til útnefningar AFP Stöðugar hendur - ekki stefnuleysi Á öðrum degi heimsóknar sinn- ar til Kúbu hitti Barack Obama Bandaríkjaforseti Raúl Castro, hinn kúbverska starfsbróður sinn, á fundi og ræddu leiðtog- arnir samskipti ríkjanna. Obama hefur að undanförnu unn- ið að því að bæta samskiptin eftir um fimm áratuga einangrunar- stefnu Bandaríkjanna gagnvart Kúbu. Markar heimsókn hans mikil tímamót þar sem um er að ræða fyrstu heimsókn forseta Bandaríkj- anna til landsins frá árinu 1928 þegar Calvin Coolidge fór þangað ásamt fylgdarliði. „Breytingar munu eiga sér stað hér og ég tel Raúl Castro gera sér grein fyrir því,“ sagði Obama for- seti við fréttamenn ABC er hann kom til Kúbu. khj@mbl.is „Breytingar munu eiga sér stað hér“  Obama á Kúbu Barack Obama kr. 25.900 Bankastræti 12 / 101 Reykjavík Sími 551 4007 / www.skartgripirogur.is kr. 7.900 kr. 12.900 kr. 19.900 kr. 27.900 kr. 19.900 kr. 14.500 frá kr. 19.500 frá kr. 56.900 kr. 22.000 kr. 19.900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.