Orð og tunga - 01.06.2001, Page 26
16
Orð og tunga
Að lestrinum loknum voru handritin send sérfræðingunum aftur til yfirlestrar. Síðan
hófst önnur umferð við að innheimta handrit. Athugasemdir sérfræðinganna voru svo
færðar inn jafnóðum og handrit þeirra bárust aftur.
Vinnsla á myndefni
Samhliða textavinnslunni var unnið að öflun og flokkun myndefnis og gerð skýring-
armynda, korta og taflna. Mikill hluti myndefnisins í bókinni er íslenskur en auk þess
fylgdi með í kaupunum á danska handritinu allt myndefnið í Fakta. Það var óskráð
og því reyndist nauðsynlegt að útbúa skrá yfir allt myndefni, breyta varð nöfnum og
texta á kortum, skýringarmyndum og töflum eða búa til nýtt efni og víða þurfti að
skipta um töflur. Jafnframt var búinn til ömefnalisti til að hægt væri að breyta nöfnum á
landakortunum í samræmi við hann. Sérstakur myndaritstjóri hafði umsjón með þessum
verkþætti og þegar leið á verkið var ráðinn aðstoðarmaður til að útvega nýjar myndir
þar sem við átti.
Prófarkalestur
Ein próförk af hverjum efnisflokki var lesin á tölvuskjá. Að svo búnu var farið yfir allar
vísanir á milli flettiorða. Til að gefa hugmynd um umfang verksins má geta þess að það
tók sjö manns þrjár vikur að fara yfir millivísanirnar.
Eftir að allir efnisflokkamir höfðu verið lesnir yfir var þeim raðað í tölvunni í eitt
handrit í stafrófsröð. Síðan var skmnað yfir það til að ganga úr skugga um að flettiorðin
væm í réttri stafrófsröð, raða upp flettiorðum með sama rithætti en ólíkri merkingi,
athuga hvort fleiri en ein skýring á sama flettiorði hefðu óvart komið inn hver úr sinni
átt og sjá til þess að heildarsvipur væri á þeim flettum þar sem margir sérffæðingar
höfðu samið hver sinn hluta. Sem dæmi má nefna að öll sjálfstæð rfld veraldar em
flettiorð í bókinni og þar em skýringamar bæði úr landafræði og sagnfræði og oft frá
fleiri sviðum. Vinnslan skiptist því á milli tveggja eða fleiri sérfræðinga og það kom
ekki í ljós fyrr en bókinni var slegið saman í endanlegt handrit í stafrófsröð hvemig
flettan leit út í heild og hvort upplýsingar þeirra skömðust.
Að þessu loknu var bókin flutt yfir í PC-tölvu í umbrot því að ekki var hægt að
brjóta hana um í ritvinnslutölvunni.
Umbrot
Eftir flutninginn tók við umbrot, lestur á síðupróförk og skeyting. Fyrirhugað var að
brjóta alla bókina um í Ventura-umbrotskerfi hjá orðabókadeildinni en töluverðan tíma
tók að fá umbrotsforritið til að virka vegna galla í uppsetningu þess. Tafimar urðu
til þess að eitt bindið var brotið um í prentsmiðju og vinnan við það var töluvert
þyngri í vöfum. Umbrotstölvan þar var ófullkomnari, t.d. varð að setja sérstaklega öll
leiðsöguorð og blaðsíðutöl og það kostaði sérstakan prófarkalestur en í umbrotstölvu
orðabókadeildarinnar var þetta sjálfvirkt.