Orð og tunga - 01.06.2001, Page 56

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 56
46 Orð og tunga einum fjórum stöðum og eins og endranær ritað í tveimur hlutum, undir eins. Dæmin úr þýðingu Odds eru annars vegar úr guðspjöllunum og hins vegar úr formálum Lúthers: (i) og margar adrar hueriar vnder eins med honum hofdu vpp farit til Hierusalem (Mark. 15,41 [OH]5) (ii) Huort þeir munu aller vndereins /edahuerepterodrum vpprisa. (1 Þess. form. [OH]) I orðasafns- og registursbálki bókar sinnar færir Jón Helgason (1929) þrjú dæmi um undireins og tilgreinirþýsku orðin ‘zu gleich’ (Jón Helgason 1929:384). Er það svo að skilja að Oddur hafi haft þau fyrir sér hjá Lúther (Jón Helgason 1929:207). Af þessu má ráða að orðið undireins hafi Oddi verið tiltækt sem þýðing á hinu þýska orðalagi zu gleich.6 í ritum frá því á síðari hluta 16. aldar og fram á hina 17. kemur orðið undireins oft fyrir, einkum í þýddum ritum svo sem Eintali sálarinnar (1746 (frumútg. 1599)) og Gerhards hugvekjum (1634 (frumútg. 1630)).7 I frumsömdum ritum eftir siðaskipti kemur orðið undireins t. d. fyrir í Biskupa- annálum Jóns Egilssonar frá 1605: á hans dögum brann kirkjan í Skálholti af loptlegum eldi og undir eins Jóns kirkja í Látrum (Safn 131 (JE) [OH]) Og enn fremur í Biskupasögum Jóns Halldórssonar frá 18. öld: sigldi hann tvítugur til Kaupenhafnar háskóla, undir eins og Jón Arason frá Ögri og síra Björn Snæbjarnarson (JHBisk. 1225 [OH]) Fleiri 18. aldar dæmi mætti til nefna: þeir eru djarfari og undir eins fínari í umgengni og viðmóti en sá niðurslegni danski almúgi (HFinnss. Andv. LIX 18 [OH]) En undir eins og dýrin eydileggja, planta þau jafnframt optliga (LFR. X 208 [OH]) Frá 19. öld eru fjölmörg dæmi um þessa merkingu og notkun orðsins undireins og verða hér sýnd nokkur dæmi: 5Þau dæmi og tilvitnanir sem merkt eru OH á eftir skammstöfun heimildar eru tekin úr seðlasafni Orðabókar Háskólans. 6Jón Helgason (1929:179-80) nefnir þann möguleika að Oddur hafi getað farið eftir lágþýskri útgáfu við þýðingu Nýja testamentisins eða haft hana til hliðsjónar og tilgreinir stað sem bendir fastlega til að svo hafi verið. Þá vaknar sú spurning hvort á undireins-stöðunum í þýðingu Odds hafi verið orðalag í hinni hugsanlegu lágþýsku útgáfu sem verið hafi fyrirmynd orðsins undireins. 1 Eintal er þýtt úr þýsku af Arngrími Jónssyni. Hugsanlegt er að frumtexti þessa rits hafi gefið tilefni til eða stuðlað að notkun orðsins en ekki hafa verið tök á að kanna það. Gerhards hugvekjureru þýddar úr latínu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.