Orð og tunga - 01.06.2001, Qupperneq 57
Gumlaugur Ingólfsson: Undireins
47
eins heimskuligar, órímiligarog undireins skaðligarmeiningar(KGBréf. 27
[OH])
lipur, léttur og undireins djarfur maður (Sókn. II24 [OH])
Hann var fróðleiksmaður, en undir eins fullur með hjátrú og jafnframt duli
(SkGSkv. 27 [OH])
Þeir eru bændur undir eins og þeir eru prestar (Skuld 1878,18 [OH])
Frá 20. öld eru einnig dæmi sem sýna þessa notkun orðsins undireins:
binda varð skipin á þrjá vegu, en með því móti gátu 2 skip legið þar undir
eins (ÁrbFlf. 1903,40 [OH])
einsog að bera sér í munn nafn Sigurðar Breiðfjörðs undireins og alföðurinn
(HKLLjós. 60)
2.1
Merkingin ‘samtímis’ í orðinu undireins er víkjandi eða að verða sjaldgæf í nútímamáli.
Hennar er að vísu getið í orðabókum, eins og orðabók Blöndals og orðabók Menningar-
sjóðs, en verður annars lítt vart í venjulegu lesmáli. Hana er t. d. ekki að finna í textasafni
Orðabókar Háskólans.8 Samt sem áður er þessi merking orðsins ekki með öllu útdauð
í málinu. í bréfi til Orðabókar Háskólans árið 1960 vakti skagfirskur heimildarmaður
athygli á því að hann hefði veitt þessari notkun og merkingu orðsins undireins eftirtekt
er hann dvaldist á Reyðarfirði en kvaðst ekki þekkja hana ella. I athugasemd á seðli
við heimild þessa tekur starfsmaður Orðabókarinnar fram að þessi notkun sé algeng á
Suðurlandi. í annarri athugasemd síðar segir sami starfsmaður að hann þekki þetta vel úr
Mýrdal en sennilega sé farið að minnka um þessa notkun orðsins. Þessar athugasemdir
urðu til þess að veturinn 1974-75 var vikið að þessu orði í þættinum „Islenskt mál“ og
forvitnast um það hjá heimildarmönnum og öðrum hlustendum hvort merkingarbrigðið
‘samtímis’ þekktist í mæltu máli. Undirtektir við spurningu þessari voru mjög góðar
og kom fram að margir heimildarmenn víða um land þekktu og notuðu jafnvel sjálfir
orðið í þessari merkingu og nefndu ýmis dæmi til skýringar. Heimildir um þessa notkun
orðsins bárust t. d. úr öllum sýslum á Suðurlandi, allt austan úr Vestur-Skaftafellssýslu
og út í Ölfus. En ýmist var að heimildarmenn gerðu þá athugasemd að þetta hefði verið
algengt áður (t. d. fram um 1930) eða þeir töldu þetta allalgengt enn. Af Vesturlandi
bárust einnig dæmi, svo og af Vestijörðum, allt vestan úr Dýrafirði og norður í Djúp. Af
Norðurlandi bárust ekki dæmi fyrr en komið var norður í Skagafjörð og Eyjafjörð og
höfðu heimildarmenn á þeim slóðum þetta einkum eftir eldra fólki. Ekki bárust dæmi
úr Þingeyjarsýslum en úr Múlaþingi, allt norðan úr Vopnafirði, um Hérað og suður í
Austur-Skaftafellssýslu suður í Suðursveit. Eins og áður sagði nefndu heimildarmenn
ýmis dæmi um notkun orðsins, t. d. var algengt að þeir tilfærðu setningar eins og:
8Textasafnið er safn tölvutækra texta, heilla bóka eða bókarhluta, á ýmsum sviðum frá síðastliðnum
hálfum öðrum áratug eða svo. í safninu eru um 24 milljónir lesmálsorða.