Orð og tunga - 01.06.2001, Page 71

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 71
Jón Hilmar Jónsson Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu 1 Orðasambönd sem einingar og viðfangsefni í orðabókum Orðasambönd af ýmsu tagi eru mikilvægar einingar í flestum almennum orðabókum. Hlutverk þeirra í orðabókartextanum er oft í því fólgið að vitna um notkunareinkenni orðsins sem verið er að lýsa, gjarna til glöggvunar á umsögn um merkingu þess eða tiltekið merkingarafbrigði. En orðasambönd geta einnig verið tilgreind sem sjálfstæð- ar einingar, óháð merkingarlegri flokkun og greiningu. Hér ræður mestu hvers eðlis orðasambandið er, sjálfstæði þess er að öðru jöfnu meira því fastmótaðra sem það er og því sjálfstæðari merkingu sem það hefur gagnvart orðunum sem það er myndað úr. Önnur hlið málsins er sú að fastmótuð og sjálfstæð orðasambönd hafa meira og skýrara uppflettigildi en þau sem lausari eru í sér, og notendur geta fremur vænst þess að finna þau í orðabókartextanum. Á hinn bóginn getur verið óljósara hvar slíkum orðasam- böndum er fyrir komið, bæði gagnvart flettiorðaskipan orðabókarinnar og innan þeirrar efnisskipanar sem höfð er á lýsingu viðkomandi flettiorðs. Það hefur því löngum verið vandkvæðum bundið að ganga að tilteknum orðasamböndum vísum í almennri orða- bókarlýsingu og að sama skapi reynst torvelt að fá yfirsýn um notkun og stöðu einstakra orða í slíkum samböndum. Þessi vandi snýr einnig að þeim sem skipar efni orðabókar- innar og semur orðabókartextann og veldur því að hlutur orðasambanda verður víðast óskýrari og rýrari en vera ætti og margir notendur vildu. Af þessum sökum hafa verið samdar orðabækur um orðasambönd sérstaklega, þar sem þeim eru gerð rækilegri skil en kosturer á í almennri orðabókarlýsingu (sjá m.a. Cowie 1998: 15-18, 209-228). Um þetta efni verður nánar fjallað í þeirri grein sem hér fer á eftir. Fyrst verður vikið að tengslum orðasambanda og notkunardæma en síðan gerð grein fyrir formi og framsetningu orðasambanda í orðabókum. Þá verður fjallað um stöðu orðasambanda í orðbundinni orðabókarlýsingu, bæði gagnvart skipan flettiorða og innri skipan orðlýs- ingarinnar. Þar er annars vegar um að ræða almenna merkingarmiðaða lýsingu, þar sem merking og merkingarfjölbreytni orðsins er í fyrirrúmi, hins vegar orðtengslamiðaða 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.