Orð og tunga - 01.06.2001, Page 75
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu
65
<fyrirtækið, stofnunin, reksturinn > stendur á brauðfótum
<tilraunin, sættin> fer úr um þúfur
<starfsemin, námskeiðið> fer úr böndunum
Með því að setja frumlagsliðinn fram sem breytilið, eins og hér er gert, er hægt að marka
sérstöðu þeirra sambanda þar sem frumlagsliðurinn vísar til hluta og fyrirbæra gagnvart
samböndum sem bundin eru vísun til persónu, og láta þá hin síðamefndu koma fram
í nafnháttarmynd sagnarinnar án tilgreinds fmmlags, eins og dæmi voru sýnd um hér
að framan. Þegar um ópersónulegar sagnir með aukafallsfmmlagi er að ræða verður þó
ekki hjá því komist að tilgreina fmmlagsliðinn beint:
<hann, hana> rekur upp á sker
<honum, henni> fallast hendur
1.2.3 Valfrjálsir liðir og bundnir kostir
Algengt er að orðasambönd séu breytileg á þann hátt að tiltekinn liður er ýmist hluti
orðasambandsins eða ekki. Þetta er t.d. algengt þegar orðasambandið inniheldur neitun:
taka <þetta> í mál
taka <þetta> ekki í mál
láta þar við sitja
láta ekki þar við sitja
rasa um ráð fram
rasa ekki um ráð fram
sitja auðum höndum
sitja ekki auðum höndum
Áþekk staða er uppi þegar um bundna kosti er að ræða, þar sem velja má á milli
tveggja eða fáeinna afbrigða tiltekins liðar innan orðasambandins án þess að merkingin
raskist. Slíkur breytileiki getur varðað mismunandi orðmyndir ákveðins orðs:
halda <þessu> á loft
halda <þessu> á lofti
hopa á hæl
hopa á hæli
leggja niður vopn
leggja niður vopnin
halda í tauminn
halda í taumana
En oftar er breytileikinn orðkvæður, þ.e. kemur fram í mismunandi orðum innan sam-
bandsins: