Orð og tunga - 01.06.2001, Page 78
68
Orð og tunga
í slíkum tilvikum er öðrum þræði verið að sýna merkingu flettiorðsins með áþreifanlegu
dæmi (eins og gæti átt við um orðin reiprennandi og djúpstœður í dæmunum hér á undan)
en jafnframt er verið að bregða upp algengum samböndum með flettiorðinu (eins og
síðasttalda sambandinu gagnvart nafnorðinu ágreiningur).
Orðasambönd með hliðskipuðum liðum geta sömuleiðis komið fram undir hvorum
liðnum sem er, eða báðum:
oft og einatt
oft og tíðum
í tíma og ótíma
í sátt og samlyndi
í belg og biðu
ár og síð
I samböndum sem þessum er ekki hægt að líta svo á að annar liðurinn hafi gildara
hlutverk en hinn og að því leyti vegur annað flettiorðið ekki þyngra en hitt. En séu
samböndin skoðuð sem föst heild getur fremra orðið þótt eðlilegra flettiorð. Hins
vegar getur verið ástæða til að tilgreina orðasambandið (einnig eða eingöngu) undir
síðara orðinu þegar það þarfnast athygli af öðrum ástæðum. Þetta á t.d. við um tvö
síðastgreindu samböndin hér að ofan. í nútímamáli er orðið biða einkum kunnuglegt
í orðasambandinu í belg og biðu og því er eðlilegt að sambandsins sé getið undir því
orði. Sama máli gegnir um orðið síð í orðasambandinu ár og síð.
Hlutverk og innbyrðis afstaða orðanna fær þannig ekki alltaf að ráða því hvar
orðasamböndum er valinn staður í flettiorðaskránni. Þegar merkingin er meginatriðið
í lýsingu orðanna dragast orðasamböndin að þeim orðum sem lítt eða ekki koma fram
utan orðasambandsins, hvernig sem sambandi orðanna er háttað að öðru leyti. Þetta á
t.d. við um orðin sem auðkennd eru í eftirfarandi samböndum:
taka í lurginn á <honum, henni>
fara undan íflœmingi
fá makleg málagjöld
fara villur vegar
ganga bónleiður til búðar
<honum, henni> eru mislagðar hendur
á afviknum stað
einn góðan veðurdag
En þegar slíkum aðstæðum er ekki til að dreifa má láta hlutverk orðanna og innbyrðis
afstöðu ráða því hvar orðasamböndum er skipað í flettiorðaskránni. Það má gera með
því að skipa orðflokkunum í gildisröð, tengja orðasambandið við nafnorð, sé það fyrir
hendi, annars sögn, eða þá lýsingarorð, sé hvorki um að ræða nafnorð né sögn, o.s.frv.
Þegar gildandi orðflokkur kemur fram í tveimur (eða fleiri) orðum getur gilt sú einfalda
regla að færa orðasambandið undir fremra (fremsta) orðið. Önnur viðmiðun er sú að