Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 80
70
Orð og tunga
viðfangsmálið og er m.a. undirrót þess hve sagnlýsingu er þar víðast ábótavant (sbr. Jón
Hilmar Jónsson 1995). Hér er þó rétt að geta þess að Islensk-rússnesk orðabók Bérkovs
sker sig úr að þessu leyti með skýrri og nákvæmri efnisskipan, sem m.a. kemur fram í
því að hrein orðtök eru skilin frá orðasamböndum sem falla undir smáorð í stafrófsröð
og í staðinn skipað í sérstakan orðtakabálk.
2.2 Orðtengslamiðuð orðabókarlýsing
Af framansögðu er ljóst að í almennri orðabókarlýsingu eru ýmis vandkvæði á því að
gera orðasamböndum viðhlítandi skil og engin efnisskipan í boði sem veitir yfirsýn um
notkun þeirra og fjölbreytni. Vandinn felst m.a. í því að ólíkar tegundir orðasambanda
eiga mismikla samleið með flettiorðunum og tengjast þeim á mismunandi forsendum.
Þetta verður enn skýrara þegar litið er til þeirra orðabóka þar sem sérstaklega er fengist
við orðasambönd og lýsingu þeirra. Orðabækur um orðasambönd eru að vísu af marg-
víslegu tagi og harla ólíkar innbyrðis en í aðalatriðum er um tvenns konar sjónarhom
að ræða.
Annars vegar geta orðasamböndin sjálf verið hið eiginlega viðfangsefni. Þetta gildir
sérstaklega um orðabækur þar sem fjallað er um orðtök (og önnur föst orðasambönd).
Lýsingin er þá einkum í því fólgin að skýra og skilgreina merkingu einstakra orðtaka og
rekja merkingarsögu þeirra. Þótt orðasamböndin séu í brennidepli ber meginskipanin
jafnan svip almennrar orðabókarlýsingar að því leyti að samböndunum er skipað undir
stök stafrófsröðuð flettiorð (þar sem gildismat ræður því hvaða orð í sambandinu er
valið sem flettiorð þess). Skýrasti fulltrúi þessarar tegundar meðal íslenskra orðabóka
er Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson.
Hins vegar eru orðabækur þar sem lýsingin á við flettiorðin og þar sem rakið er
hvernig einstök orð koma fram í setningarlegu umhverfi og orðasamböndum. í mörgum
orðabókum af því tagi er lögð áhersla á fjölbreytileika orðasambanda með einstökum
flettiorðum, þar sem hvert og eitt orðasamband er tilgreint sem sjálfstæð eining. í öðrum
orðabókum er meginmarkmiðið að lýsa vægi orða, þ.e. því setningarlega umhverfi sem
einkennir notkun orðsins.1 Auk hinna setningarlegu einkenna getur lýsingin einnig
rúmað upplýsingar um þær merkingarlegu skorður sem tengslum orðsins við nálæg
orð og setningarliði eru settar. Hér eru það ekki orðasamböndin, hvert um sig, sem
athyglin beinist að, heldur fremur þeir þættir sem einkenna stöðu og hegðun orðsins
í setningarlegu samhengi. Sú lýsing er gjarna sett fram á óhlutstæðan og táknbundinn
hátt, án þess að vísað sé til beinna orðasambanda eða þau rakin í heillegri mynd.
I orðabókinni Orðastað er reynt að sameina þessa tvenns konar áherslu, þ.e. tilgreina
orðasamböndin sem sjálfstæðar einingar en gera jafnframt grein fyrir setningarlegum
og merkingarlegum venslum þeirra við nálæga liði. Þar eru stök orðasambönd fyrir-
ferðarmikil, með eða án breytiliða sem vitna um og skýra setningarumhverfið:
<honum, henni> fellur/hefur fallið (<mikill>) heiður í skaut
verða þess heiðurs aðnjótandi að-NH
1 Heitið vægi er hér haft um það sem á norrænum málum er nefnt valens, á ensku valency og á þýsku
Valcnz, sbr. Nordisk leksikografisk ordbok (s. 263).