Orð og tunga - 01.06.2001, Qupperneq 83
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu
73
Þar sem orðasambönd eiga við ólík merkingarbrigði flettiorðsins verður að greina
þau að eftir merkingu og auðkenna merkingarbrigðin með einhverjum hætti. I lýsingu
orðsins garður í Orðastað er fyrsta merkingarbrigðið haft óauðkennt og látið nægja að
auðkenna hin tvö með stuttri ábendingu:
garður nokk 1. rækta garð, hirða «vel, illa>) um
garðinn, slá garðinn, stinga upp garð(inn); taka upp
úr garðinum; garðurinn er í <góðri> rækt, garður-
inn fellur i/er kominn í órækt, garðurinn (er að)
drabbast niður; <vinna; það er mikið af blómum> í
garðinum; <ganga> út í garð, <sitja, vera að dunda>
úti í garði; [ákvæði] <fallegur, ræktarlegur> garð-
ur 2. |hlaðinn veagurl leggja garð, hlaða (upp) garð,
reisa garð, garðurinn umlykur <húsið, bæinn, kast-
alann, fangelsið>; bijóta niður garðinn, garðurinn
hrynur 3. |bær, heimilij <fara, leiðin liggur> um garð
<þar>, <fara, ríða> fyrir <ofan, neðan> garð (<þar>),
<fara> hjá garði, <ríða> í garð, <gesti> ber að
garði. <ríða> úr garði
Formlegir þættir eru einnig mikilvæg flokkunaratriði, á sama hátt og í merkingar-
miðaðri lýsingu. Þetta á sérstaklega við um lýsingu sagna, þar sem orðasambönd sem
tengjast smáorðasamböndum sagnarinnar koma við sögu. í þeim tilvikum á best við að
tilgreina smáorðasamböndin sem (stafrófsraðaðar) undirflettur og skipa orðasambönd-
unum undir þær, eins og gert er í lýsingu sagnarinnar kveða í Orðastað:
kveða so X. |ummæli[ kveða svo að orði að-S hann
kvað svo að orði að enginn myndi finnast henn-
ar jafiiingi, kveða fast að orði; <hann, hún> kveð-
ur/kvað svo vera, <hann, hún> kveður/kvað það
<satt, rétt> vera 2. Ikveðskapurj kveða <kvæði, vfsu,
brag; níð> (um <þetta>/<hann, hana>), kveða við
raust 3. það/nú kveður við annan tón (hjá <honum,
henni>) hann varákajurkommúnistiáðurjyrren nú
kveður við annan tón ★ kveða að <bamið> er farið
að kveða að, kveða að <orðunum> ★ það kveð-
ur að e-m |sbr. atkvæðamikill| það kveður (<mikið,
lítið» að <honum, henni> hann á að heita formað-
ur en það kveður lítið að honum í stjóminni, láta
(<mikið, mjög; lítið» að sér kveða ★ kveða á (um
c—ð) |sbr. ákvæðil <lögin, reglumar> kveða «skýrt>)
á um <þetta> reglumar kveða á um það að ekki
megi losa úrgangsefnií sjó, það er kveðið (<skýrt>)
á um <þetta> <t' lögunum> ★ kveða e-ð niður kveða
<þetta; orðróm, sögusögn> niður; kveða niður draug
★ kveða c-ð upp |uppkvaðning| kveða upp <dóm,
úrskurð> ★ kveða upp úr lylirlýsingl kveða upp úr
(með <þetta>/um <þetta» þau kváðu upp úr með
það að krakkamir fceru ekki á ballið ★ kveða við
allt í einu kvað við mikið öskur innan úr skógin-
um, á kyrrum kvöldum mátti heyra mikið juglagarg
svo að allt bergið kvað við ★ það kveður við það
kveður við (<í fjöllunum/hömrunum>) ég kallaði
hátt svo að kvað við í klettunum I kring
Hér verður ekki fjallað nánar um flokkunarleiðir og röðunarkosti í þessu sambandi,
aðeins undirstrikað með vísun til framangreindra dæma að í orðabókarlýsingu af þessu