Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 84
74
Orð og tunga
tagi er efnisskipan og framsetning orðsgreina í ríkum mæli háð einkennum ettiorðsins
og notkun þess og að sama skapi verður síður komið við samræmi en í ýmsum öðrum
tegundum orðabókarlýsingar.
3 Orðasambönd í hugtakabundinni orðabókarlýsingu
í hugtakabundinni orðabókarlýsinguer leitast við að lýsa því orðafari sem á við tiltekið
hugtak eða merkingu og myndar þar með merkingarlega samstæðu. Hugtakabundin
orðabókarlýsing er einna kunnuglegust í samheitaorðabókum, þar sem viðfangsefnið
er að rekja samheitavensl milli orða og tilgreina þau samheiti sem eiga við ettiorð-
ið hverju sinni. Flettiorð samheitaorðabóka eru að því leyti skýrt mótuð af notkun
sinni og merkingu að þau geta verið margræð og þannig kallað fram samheiti sem
eiga við ólík merkingarbrigði, eins og t.d. kemur fram við ettiorðið hald í íslenskri
samheitaorðabók:
hald átak, handfesta, tak; festa, festing, hald-
reipi; athvarf, stoð, stytta; gagn, hjálp, not;
—* eignarhald; —» fangelsi; —» ending, veigur,
—» handarhald; —» nœrbrœkur; —» axlaband;
—» álit; sem h. er í —» endingargóður; koma aS
haldi vera til nokkurs; —» duga, gagna; koma
að engu haldi —> árangursiaust; lúta í lægra
haldi —» fara halloka.
I eiginlegum hugtakaorðabókum er lýsingin lítt eða ekki bundin merkingu og merk-
ingarsviði einstakra orða, og orðin koma jafnvel ekki við sögu sem (stafrófsraðaðar)
upp ettieiningarheldur er meginskipan orðabókarinnar látin markast af efnislegri (hug-
takabundinni) okkun orðaforðans sem lýsingin tekur til. Þekktasti og sígildur fulltrúi
slíkrar orðabókarlýsingarer orðabók Rogets, Thesaurus ofEnglish Words and Phrases,
sem fyrst kom út árið 1852, þar sem efninu er skipað í merkingar okka en stafrófsröðuð
orðaskrá veitir aðgang að viðeigandi okki út frá einstökum orðum.
Hugtakabundin orðabókarlýsing hefur fyrst og fremst beinst að stökum orðum þótt
orðasamböndum geti einnig brugðið fyrir. Efnisskipan samheitaorðabóka leggur út af
fyrir sig verulegar hömlur á aðild orðasambanda, sérstaklega sem (tví- eða eiryrtra)
ettieininga innan um orða ettur (einyrtar ettur). Hins vegar ber talsvert á orðasam-
böndum sem viðfangseiningum innan orðsgreina, sem samheiti eru tilgreind við á sama
hátt og við orða ettur. Um þetta má t.d. víða sjá dæmi í íslenskri samheitaorðabók:
eftlr á eftir; —► meðfram, um; —» samkvœmt; —>
umfram; e. á —> seinna; e. sem áður —> fram-
vegis; eiga e. eiga ógert; fara á e., koma á e.
—> elta; e-ð er e. e-m —> e-ð ér einkennandi
fyrir e-n; e. sig —> þreyttur; verða á e. —>
dragast aftur úr; þar á e., e. það, e. þetta —>
síðan; vera e. —» ganga af; e. því —» frá því
sjónarmiði.