Orð og tunga - 01.06.2001, Side 89
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu
79
Eðlismunur lýsingarinnar veldur þó ákveðnum greinarmun sem rétt er að staldra við.
I orðbundinni lýsingu er verulegt svigrúm til að sameina hliðskipuð orð og sambönd
innan breytiliða, og það getur beinlínis verið keppikefli að sýna sem mesta fjölbreytni
í notkun og merkingu. I hugtakabundinni lýsingu er merking orðasambandanna ein-
skorðuð og því er svigrúm til breytileika takmarkað. Lýsandi dæmi um þennan mismun
eru orðasambönd með stigbundnum breytileika og valfrjálsri neitun. í orðbundinni lýs-
ingu er eðlilegt að sameina slíkan breytileika. í hugtakabundinni lýsingu á það hins
vegar ekki við, þar sem um gagnstæða merkingu er að ræða:
leggja trúnað á orð <hans, hennar> —► traust
leggja <lítinn, engan, ekki> trúnað á <orð hennar> —> tortryggni
sitja auðum höndum —>■ aðgerðaleysi
sitja ekki auðum höndum —*• dugnaður
En aðgreining hliðstæðra sambanda þarf að ná lengra en til merkingarlegs breyti-
leika. Samræð tilbrigði orðasambanda með orðkvæðum breytileika (þar sem meginorð
er breytilegt án þess að merking raskist) þarfnast einnig aðgreiningar með tilliti til
stöðu orðasambandsins (tilbrigða þess) gagnvart orða- og orðasambandaskránni. Þar
þurfa bæði (öll) tilbrigðin að vera jafn sýnileg og tiltæk til uppflettingar:
leggja niður skottið
leggja niður rófuna
renna upp eins og fífill í haga
renna upp eins og fífill í túni
Sérstaða orðasambanda í hugtakabundinni lýsingu tekur þannig bæði til formlegra og
merkingarlegra þátta, auk þess sem hún snertir notkunarhlutverkorðasambandanna.
3.4 Staða gagnvart flettuskipan
f orðbundinni lýsingu verður að meta og ákveða undir hvaða flettiorð orðasamband er
sett, út frá því hvaða hlutverki hugsanleg flettiorð gegna í orðasambandinu. í hugtaka-
bundinni lýsingu er vandinn í því fólginn að meta hversu vel hugtaksheitið hæfir þeirri
merkingu sem býr í orðasambandinu. Þá getur háttað svo til að tvö eða fleiri skyld
heiti komi til greina, og niðurstaðan getur verið sú að láta orðasambandið birtast undir
tveimur eða fleiri heitum:
Ieggja allt á eitt spil —► fyrirhyggjuleysi, glannaskapur
róa að því öllum árum að <styrkja stöðu sína> —► ákveðni, viðleitni
ausa <hann, hana> auri —► rógur/illmælgi, skammir
bjóða <honum, henni> birginn —► kjarkur, ögrun
Hitt er sjaldgæfara, að orðasamband tengist tveimur skýrt aðgreindum merkingum:
bera <hann, hana> út — brottrekstur, rógur/illmælgi