Orð og tunga - 01.06.2001, Page 90

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 90
80 Orð og tunga 3.5 Staða innan orðsgreina í hugtakabundinni lýsingu orðasambanda verðurekki nema að takmörkuðu leyti gengið að skýrum og áþreifanlegum röðunarþáttum þegar ákvarða á innbyrðis skipan orða- sambandanna innan orðsgreina. Það fer eftir því hversu þröngt eða rúmt hugtakið er afmarkað og hvernig merkingarvenslum orðasambandanna er háttað hvort og í hvaða mæli ástæða er til að láta merkingarleg einkenni ráða ferðinni. Ef merkingin er einsleit reynir minna á slíka flokkun svo að hægara er að vekja athygli á formlegum einkennum, t.d. stilla saman samböndum sem sýna tilbrigði við sameiginlegan stofn. Setningarlegir þættir koma einnig til greina í þessu sambandi, t.d. þannig að atviksliðum með sam- stæðri merkingu sé skipað saman. Þá kemur til álita að gefa gaum að notkunarbundnum einkennum, sérstaklega að því er varðar viðkvæði og málshætti. Niðurstöðu slíkrar flokkunar má beina að notendum með þrennum hætti. I fyrsta lagi getur innbyrðis röð orðasambandanna (þar sem samstæðum samböndum er stillt saman) ein og sér talað sínu máli. í öðru lagi má koma fyrir skýringum og ábendingum um einkenni sem eiga við ákveðnar samstæður innan orðsgreinarinnar, jafnvel samfara heildarflokkun á orðasamböndunum sem greinin hefur að geyma. I þriðja lagi má hugsa sér að auðkenna sérstaklega orðasambönd tiltekinnar tegundar til að auðvelda notendum að koma auga á þau óháð efnisskipaninni í heild. Hér gefst ekki rúm til að gera frekari grein fyrir útfærslu þessarar flokkunar. Þótt æskilegt sé að ná fram sem mestu samræmi í efnisskipan verður að gera ráð fyrir að flokkunarþættirnir vegi misjafnlega þungt og móti lýsingu hugtakanna á ólíkan hátt. Slíkt ósamræmi þarf ekki að vera notendum til mikils óhagræðis, þar sem hugtaksheitið bindur hverju sinni saman náskylt orðafar og orðsgreinin myndar þannig þétta heild. Notendur eiga í enn ríkari mæli en gagnvart orðbundinni lýsingu erindi við orðsgreinina í heild sinni og að sama skapi síður erindi við einstök orðasambönd. 3.6 Heildarskrá um orð og orðasambönd Hversu vel sem til tekst við val hugtakaheitanna og þá flokkun sem þar er að baki dugir heitaskráin ekki ein sér til að tryggja notendum aðgang að orðabókarlýsingunni. Notendur þurfa einnig að geta fetað slóðina að viðeigandi hugtaki út frá hverju því orðasambandi sem í huga þeirra tilheyrir því merkingarsviði sem þeim leikur forvitni á að athuga. Til þess dugir ekki annað en stafrófsröðuð heildarskrá um öll orðasambönd sem orðabókin hefur að geyma. Þótt formsins vegna væri hægt að láta orðasamböndin mynda eina samfellda skrá er raunhæfara og haganlegra að skipa samböndunum undir stök orð, þ.e. ákvarða fyrst við hvert orðasamband undir hvaða lykilorð (eitt eða fleiri) það kæmi og láta lykilorðin síðan mynda samfellda stafrófsraðaða skrá.2 Síðan yrði orðasamböndunum stafrófsraðað undir hverju lykilorði fyrir sig. 2Hér er notað heitið lykilorð um flettiorð í þessu hlutverki, til aðgreiningarfrá þvíhlutverki sem flettiorð gegna í orðbundinni lýsingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.