Orð og tunga - 01.06.2001, Page 93
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu
83
Út frá þessum dæmum má skoða nánar þá tvo kosti sem einkum koma til greina þegar
röðunargildi breytiliða er ákveðið:
• úthluta afmörkunartáknum breytiliðar ákveðnum stafrófssætum (t.d. tveimur öft-
ustu sætunum) og láta stafrófsröðina gilda að fullu
• úthluta fremra afmörkunartákni breytiliðarákveðnu stafrófssæti (t.d. aftasta sæt-
inu) en gera breytiliðinn að öðru leyti óvirkan við röðunina
Ef fyrri kosturinn er valinn færast saman orðasambönd með sameiginlegu eða samstæðu
upphafi breytiliðar. Sú tilhögun á t.d. vel við þegar breytiliðurinn er bundinn vísun til
persónu:
leggja <honum, henni> lið
leggja <honum, henni> lífsreglurnar
leggja <honum, henni> ráð
leggja <honum, henni> til ámælis að <hafa ekki brugðist við>
leggja <honum, henni> vopn í hendur
Áhrif þessarar röðunar verða enn sýnilegri gagnvart framstæðum breytilið:
<bókina> ber á fjörur <mínar>
<ferðina> ber brátt að
<hann, hana> ber af leið
<hann, hana> ber upp á sker
<honum, henni> ber að <greiða skaðabætur>
<honum, henni> ber skylda til að <veita umbeðnar upplýsingar>
<honum, henni> ber <margt> fyrir eyru
<kirkjuna> ber við loft
<þeim> ber saman um <þetta>
<þeim> ber <mikið> á milli
<þeir, þær, þau> bera saman bækur sínar
<þeir, þær, þau> bera saman ráð sín
<þessa atburði> ber á góma
Hér raðast frumlagsliðimir eftir upphafi breytiliðarins og með því færast einstakar fall-
og tölumyndir persónuvísandi frumlags saman. Hins vegar hefur sagnmyndin og þau
orð sem fara á eftir sögninni ekki áhrif á röðunina nema gagnvart orðasamböndum með
sams konar frumlagslið.
Ef síðari röðunarkosturinn er valinn fær næsta orð aftan við breytilið röðunargildi
eftir að fremra afmörkunartákni brey tiliðarins sleppir. Niðurstaða þeirrar röðunar gagn-
vart sagnasamböndunum hér á undan yrði þessi: