Orð og tunga - 01.06.2001, Page 94
84
Orð og tunga
<honum, henni> ber að <greiða skaðabætur>
<hann, hana> ber af leið
<bókina> ber á fjörur <mínar>
<þessa atburði> ber á góma
<ferðina> ber brátt að
<þeim> ber saman um <þetta>
<honum, henni> ber skylda til að <veita umbeðnar upplýsingar>
<hann, hana> ber upp á sker
<kirkjuna> ber við loft
<honum, henni> ber <margt> fyrireyru
<þeim> ber <mikið> á milli
<þeir, þær, þau> bera saman bækur sínar
<þeir, þær, þau> bera saman ráð sín
Hér tapast samhengi frumlagsliðanna að verulegu leyti en samhengi sagnmynda og
sagnarsambanda verður að sama skapi sýnilegra. Gildi þessarar röðunar er því meira eftir
því sem sambandið utan breytiliðarins hefur sjálfstæðari stöðu og er hvað greinilegast
gagnvart atvikslegum orðasamböndum með sameiginlegu nafnorði þar sem sögnin (og
frumlagið) er innan breytiliðar:
<koma, mæta> á réttum tíma
<koma heim> á tilsettum tíma
<málið verður rætt> ef tími vinnst til
<panta gistingu> í tíma
<tala um þetta> í tíma og ótíma
<viðhorfin hafa breyst> í tímans rás
<sárið grær> með tíð og tíma
diturinn dofnar> með tímanum
<skipuleggja starfið> til <langs> tíma
<málið var í óvissu> um tíma
<hér getur vaxið skógur> þegar tímar líða
Hér kemur sér greinilega best að færa atviksliðina saman en raða þeim síðan innbyrðis
eftir fremsta orði aftan við breytilið.
Ljóst er af þessum dæmum að hvor tveggja röðunarkosturinn hefur sitt gildi og að
gildið er breytilegt eftir því um hvers konar orðasambönd er að ræða og undir hvaða
orðflokk samböndunum er skipað. Segja má að hér komi fram á áþreifanlegan hátt
þau takmörk sem fastri og samræmdri efnisröðun eru sett í prentaðri orðabókarlýsingu.
í rafrænni framsetningu má bjóða notendum ólíka röðunarkosti auk beinnar leitar að
tilteknum efnisatriðum. Ágallar fastrar og samræmdrar röðunar segja þó minna til sín en
ætla mætti að því leyti að í meiri hluta tilvika gefst kostur á að velja á milli tveggja eða
fleiri lykilorða og með því móti má oft sneiða hjá þeim lykilorðum þar sem röðunarreglan