Orð og tunga - 01.06.2001, Page 95
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu
85
á illa við. En á hitt er að líta að orða- og orðasambandaskráin hefur að nokkru leyti
sitt sjálfstæða gildi þegar í hlut eiga orð sem birta fjölbreytilegt notkunarmynstur. Því
er mikilvægt að notendur geti gengið að sem skýrastri skipan orðasambandanna undir
veigamiklum lykilorðum.
Hér verður ekki gert endanlega upp á milli þeirra röðunarkosta sem lýst hefur verið
né sett fram heildarregla um röðun orðasambanda undir lykilorðum. Að öllu samanlögðu
virðist fyrri röðunarkosturinn heppilegri en til greina kemur að móta röðunarreglu sem
að einhverju leyti sameinar kostina tvo, t.d. með því að bæta við röðunarþætti sem kallar
fram stafrófsröð sjálfstæðra orðasambanda (einkum atviksliða) í innstöðu óháð orðum
innan undanfarandi breytiliðar. En slíka millileið verður að vega og meta með tilliti til
þess hversu mikið er um lykilorð þar sem stafrófsröð sjálfstæðra orðasambanda rofnar
á óheppilegan hátt.
Sá röðunarvandi sem við er að glíma hlýst að miklu leyti af því að leitast er við
að láta orðasamböndin koma fram í óskertri mynd undir lykilorðunum. Reyndar er hér
gert ráð fyrir því að valfrjálsir liðir (sem afmarkaðir eru með svigum) falli brott í orða-
og orðasambandaskránni. Með því að skerða orðasamböndin frekar, t.d. með því að
nema brott breytiliði framan við atviksleg sambönd, mætti einfalda vandann, en við
það myndi upplýsingagildi skrárinnar minnka og samræmi hennar við orðabókartextann
myndi raskast.
4 Lokaorð
í þessari grein hefur verið fjallað um stöðu orðasambanda í ólíkum tegundum orða-
bókarlýsingai'. í orðbundinni lýsingu einkennist staða orðasambanda af því að þau eru
háð flettiorðavali og flettiorðaskipan orðabókarinnar og hlutverk þeirra er að miklu
leyti samofið lýsingu flettiorðanna, sem tekur bæði til formlegra og merkingarlegra
eiginda. í hugtakabundinni lýsingu gefst færi á að gera orðasamböndum sjálfstæðari
skil og draga fram sameiginleg merkingareinkenni þeirra. Frá sjónarmiði notenda er
meginkostur þeirrar lýsingar fólginn í því að aðgangur að orðabókartextanum er tví-
þættur, annars vegar um hugtakaheiti sem sameina merkingarlega samstætt orðafar, hins
vegar um orðasamböndin sjálf. Heildarskrá um orð og orðasambönd hefur að nokkru
leyti sjálfstætt gildi með því að birta notkunarmynstur einstakra orða. Orðtengslamiðuð
framsetning orðasambandanna á jafnt við í orðbundinni sem hugtakabundinni lýsingu
þótt upplýsingar um nálæga setningarliði þurfi að vera knappari og hnitmiðaðri í hinni
síðamefndu. Með samræmdri framsetningu er jafnframt lögð áhersla á að saman mynda
þessar tvær orðabókargerðir samstæða heild, þar sem notandinn getur í fyrsta lagi at-
hugað hvemig orðasambönd einkenna notkun og notkunarhlutverk einstakra orða, í
öðm lagi virt fyrir sér stafrófsröðuð mynstur orðasambanda og í þriðja lagi séð hvernig
orðasambönd tengjast merkingarlega undir stafrófsröðuðum hugtakaheitum.