Orð og tunga - 01.06.2001, Page 95

Orð og tunga - 01.06.2001, Page 95
Jón Hilmar Jónsson: Staða orðasambanda í orðabókarlýsingu 85 á illa við. En á hitt er að líta að orða- og orðasambandaskráin hefur að nokkru leyti sitt sjálfstæða gildi þegar í hlut eiga orð sem birta fjölbreytilegt notkunarmynstur. Því er mikilvægt að notendur geti gengið að sem skýrastri skipan orðasambandanna undir veigamiklum lykilorðum. Hér verður ekki gert endanlega upp á milli þeirra röðunarkosta sem lýst hefur verið né sett fram heildarregla um röðun orðasambanda undir lykilorðum. Að öllu samanlögðu virðist fyrri röðunarkosturinn heppilegri en til greina kemur að móta röðunarreglu sem að einhverju leyti sameinar kostina tvo, t.d. með því að bæta við röðunarþætti sem kallar fram stafrófsröð sjálfstæðra orðasambanda (einkum atviksliða) í innstöðu óháð orðum innan undanfarandi breytiliðar. En slíka millileið verður að vega og meta með tilliti til þess hversu mikið er um lykilorð þar sem stafrófsröð sjálfstæðra orðasambanda rofnar á óheppilegan hátt. Sá röðunarvandi sem við er að glíma hlýst að miklu leyti af því að leitast er við að láta orðasamböndin koma fram í óskertri mynd undir lykilorðunum. Reyndar er hér gert ráð fyrir því að valfrjálsir liðir (sem afmarkaðir eru með svigum) falli brott í orða- og orðasambandaskránni. Með því að skerða orðasamböndin frekar, t.d. með því að nema brott breytiliði framan við atviksleg sambönd, mætti einfalda vandann, en við það myndi upplýsingagildi skrárinnar minnka og samræmi hennar við orðabókartextann myndi raskast. 4 Lokaorð í þessari grein hefur verið fjallað um stöðu orðasambanda í ólíkum tegundum orða- bókarlýsingai'. í orðbundinni lýsingu einkennist staða orðasambanda af því að þau eru háð flettiorðavali og flettiorðaskipan orðabókarinnar og hlutverk þeirra er að miklu leyti samofið lýsingu flettiorðanna, sem tekur bæði til formlegra og merkingarlegra eiginda. í hugtakabundinni lýsingu gefst færi á að gera orðasamböndum sjálfstæðari skil og draga fram sameiginleg merkingareinkenni þeirra. Frá sjónarmiði notenda er meginkostur þeirrar lýsingar fólginn í því að aðgangur að orðabókartextanum er tví- þættur, annars vegar um hugtakaheiti sem sameina merkingarlega samstætt orðafar, hins vegar um orðasamböndin sjálf. Heildarskrá um orð og orðasambönd hefur að nokkru leyti sjálfstætt gildi með því að birta notkunarmynstur einstakra orða. Orðtengslamiðuð framsetning orðasambandanna á jafnt við í orðbundinni sem hugtakabundinni lýsingu þótt upplýsingar um nálæga setningarliði þurfi að vera knappari og hnitmiðaðri í hinni síðamefndu. Með samræmdri framsetningu er jafnframt lögð áhersla á að saman mynda þessar tvær orðabókargerðir samstæða heild, þar sem notandinn getur í fyrsta lagi at- hugað hvemig orðasambönd einkenna notkun og notkunarhlutverk einstakra orða, í öðm lagi virt fyrir sér stafrófsröðuð mynstur orðasambanda og í þriðja lagi séð hvernig orðasambönd tengjast merkingarlega undir stafrófsröðuðum hugtakaheitum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.