Orð og tunga - 01.06.2001, Side 99
Krístín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar
89
2.1.1 Letur og uppsetning
Letur og uppsetning í prentuðum orðabókum miðar að því að þjappa textanum saman
eins og unnt er. Textinn er hafður í dálkum til að spara rými, letur er smátt og skammstaf-
anir og styttingar notaðar eins og framast er unnt. Hvert uppflettiorð er venjulega sett
upp í einn bálk án greinaskila og innri skipan orðsgreinar lýtur reglum sem samræmdar
eru fyrir hverja bók. Hefðbundið er að skipa efni innan orðsgreinar eftir merkingu og
aðgreina merkingarliði með tölusetningu. Öll þessi einkenni eru áberandi í ÍO 1983 og
dálkar þar eru mjög þéttir, eins og sjá má af þessu dæmi:2
presta-bók KV húsvitjunarbók (presta). -brá
KV <li garðjurt af körfublómaætt (Chrysanthemum
maximum). -dómur K í kirkjulegur dómstóll á al-
þingi (dæmdi í málum vegna óhlýðni presta við
biskup).
presta-fífill K A ættkvísl garðjurta af körfu-
blómaætt (Chrysanthemum). -garður Kprestssetur.
-hafrar K FT ♦ stöngullausarstofujurtir af ananas-
ætt (Bilbergia). -kall H þjónustuumdæmi, starfs-
svæði prests. -kragi K 1 kragi sem tilheyrir hempu
prests; pípukragi. 2 ♦ gróðurhúsa- og stofujurt af
körfublómaætt í ýmsum afbrigðum (Chrysanthem-
um liortorum). 3 prestafífill. 4 brjóskhringur á stirtlu-
dálki á spröku. 5 ull skilin eftir á kindarhálsi við
rúningu. -reið KV gutlreið, skokk. -reiða KV f það
sem bændur skyldu leggja presti til. -skóli K skóli
fyrir prestsefni, skóli (háskóladeild) þar sem guð-
fræði er kennd. -spaði K 1 lítil tréreka sem prestar
nota til að kastarekunum á líkkistu við útför. 2 hvítur
spaði á lausakraga sem prestar nota í stað pípukraga.
-stefna KV (árlegur) allsherjarfundurpresta, synod-
us. -stétt KV klerkar sem sérstök starfsstétt. -veldi
H klerkavald, klerkastjóm.
Hér er gengið svo langt í að spara rými að mörg uppflettiorð sem öll hefjast á sama
lið eru sett saman í bálk og látið er nægja að gefa síðari hluta orðanna með bandstaf
fremst.3
Aðgreining í letri er í lágmarki í bókinni. Skáletur er t.d. notað fyrir undirflettur,
orðasambönd og dæmi, til áherslu í skýringum og í erlendum orðum svo sem lat-
neskum plöntuheitum o.þ.h. Allar skýringar eru með óbreyttu letri, hvort sem þær eru
eiginlegar skýringar, samheitaskýringar eða e.k. leiðbeiningar, t.d. um notkun. Enginn
2Ö11 dæmi úr ÍO í þessari grein, bæði úr bók og af diski, eru stafréttar tilvitnanir sem settar eru upp aftur
en ekki myndir úr frumheimildunum. Við þetta fara litir úr rafrænu útgáfunni forgörðum og línulengd og
línuskiptingar í báðum útgáfum breytast þar sem letur er annað. Að öðru leyti er uppsetningu haldið eins og
nokkur vegur er.
3Greinaskilin í bálknum á undan prestafíjill eru brot á þessari reglu. Skýringin er e.t.v. sú að þarna er
orðiðprestadómur viðbót í 2. útgáfu en í 1. útgáfu er bálkurinn án skila.