Orð og tunga - 01.06.2001, Side 104
94
Orð og tunga
málfræði, málnotkun eða stíl og ritstjórnarinnskot. Skýringum við orðasambönd, dæmi
o.þ.h. var skipt upp á sambærilegan hátt. Skipting orðabókartextans í svið er grund-
völlur að allri endurskoðun textans og bæði að efnislegri og formlegri samræmingu.
Skiptinginer líka grundvöllur að framsetningu textans í nýjum miðli þar sem umbrotið
á skjánum ræðst af skilgreiningum á leturgerð, leturstærð, lit, línuskilum, inndrætti,
meðfylgjandi táknum o.s.frv. fyrirhvert svið um sig.12
3.1 Skorðurnar sem miðillinn setur í tölvuútgáfu ÍO
Framsetning orðabókartextans er allt öðrum takmörkunum háð á diski en í prentaðri
bók þar sem meginvandinn er fólginn í samþjöppun textans og takmörkun á umfangi,
eins og lýst er hér að framan. A skjá er mjög þéttur texti hins vegar illlæsilegur og það
efni sem kemst fyrir á skjánum í einu er því takmarkað. Vegna þessa er hætt við því að
notandinn missi yfirsýn yfir samhengið þegar efnið skiptist á marga skjái eins og raunin
er í löngum orðsgreinum. Hér verður heildarumfang verksins samt ekki til vandræða,
a.m.k. ekki í verki af þeirri stærð sem hér um ræðir, þar sem gríðarlegt magn texta
kemst fyrir á einum diski.
3.1.1 Augnraunin
Kannanir sýna að fólk les rafrænan texta hægar en prentaðan og flestir tölvunotendur
kannast við að þreytast fyrr af því að horfa á skjá en blað. Þegar farið var að huga að
framsetningu orðabókartextans á skjá í tölvuútgáfu ÍO var því ákveðið að reyna að nýta
kosti miðilsins í stað þess að setja orðabókartextann fram með sama hætti og í bók, eins
og oft er gert í rafrænum útgáfum af prentuðum orðabókum.13 Ýmis atriði úr bókinni
eru samt sem áður látin halda sér þannig að ýmsir drættirættu að vera þeim kunnuglegir
sem handgengnir eru bókinni. Dæmi eru t.d. skáletruð á skjánum eins og í bókinni en
munurinn er sá að greint er á milli mismunandi dæma með litum. Venjuleg dæmi eru
t.d. með svörtu skáletri, dæmi sem sýna ekkert nema setningargerð (t.d. gefa e-m e-ð,
þ.e. svokölluð ‘dauð dæmi’) eru með skærbláu skáletri og samsett orð sem dæmi undir
grunnorði eru með dökkbláu skáletri (t.d. prestatal í flettunni tal sem greint er frá í nmgr.
15 hér á eftir). Hásteflingar eru áfram notaðir fyrir málfræðiskammstafanir en þar eru
líka notaðir tveir litir, skærblátt fyrir orðflokkaskammstafanir með uppflettiorði (sem
í nafnorðum er skammstöfun fyrir kyn) og svart fyrir aðrar málfræðiskammstafanir.
Feitletur er hins vegar mun meira notað í tölvuúgáfunni en í bókinni og er það gert til þess
að ná auga lesandans þannig að hann reki augun í megindrætti í textanum og þurfi ekki
að lesa textann frá orði til orðs. Þessi breyting á leturnotkun er ekki einungis útlitsatriði
12Þar sem grein þessi birtist á prenti er ekki hægt að sýna raunverulegt útlit textans í tölvuútgáfunni.
Sýnishorn af honum er að finna á vefsíðu Eddu (http://ord.is). Hér er einnig vert að nefna að sviðskiptingin
er líka lykill að ýmsum leitarmöguleikum í rafrænu útgáfunni en einn meginmunur á prentaðri orðabók og
tölvuútgáfu er einmitt fólginn í leitinni. í prentaðri bók er aðgangurinn fólginn í stafrófsröðinni einni og
millivísunum sem skotiðer inn í hanaen í tölvuútgáfunni eru möguleikarnirnánast óþrjótandi. Ýmis nýmæli
í leit eru í 3. útgáfu ÍO en víst er að þar verður haldið áfram að bæta við.
13 Þar má t.d. nefna Dansk-íslenska orðabók, töl vuútgáfu (Mál og menning 1999) sem byggð er á samnefndri
prentaðri bók frá 1992 (ritstjórar Hrefna Arnalds og Ingibjörg Johannesen).