Orð og tunga - 01.06.2001, Side 108
98
Orð og tunga
í leitarlistanum hægra megin eru miðmyndin komast og lýsingarhátturinn kominn gefin
sem undirflettur og síðan er upphaf langs lista um sagnasambönd. Sagnasamböndin
eru ráðandi í skipun orðsgreinarinnar þannig að undirflettur með smáorði er að finna
undir smáorðinu, sbr. t.d. ‘komast + að’ og ‘kominn + að’ hér í dæminu. Tölusetning
merkingarliða kemur einnig fram í leitarlistanum og gefur það hugmynd um skipulag
orðsgreinarinnar en kemur að takmörkuðu gagni sem leitarlykill þar sem ógerlegt er að
sjá hvert innihaldið er í hverjum tölulið.18
Fyrirmyndin að þessari uppsetningu er að vissu rnarki í prentuðum útgáfum ÍO en
þar eru undirflettur oft settar í sérstaka merkingarliði, gjarnan aftarlega í meginmáli
orðsgreinarinnar án þess að staðsetningin sé alveg fastskorðuð, og í lok fyrirferðarmik-
illa orðsgreina er oft kafli með stafrófsröðuðum smáorðum (ögnum og forsetningum).
Upphaf sagnarinnar koma og upphaf smáorðahlutans í ÍO 1983 er á þennan veg:19
koma, koma (f kvam), komum, (f kvámum, ©
kómum), komið S A í öðrum samböndum en með
AO eða FS (um þau sambönd sjá B-lið). 1 ...
B með AO eða FS, oft einnig andlagi í ÞGF: - á:
k. á hitta, lenda á ...
í bókinni er þessi háttur aðeins hafður á í mjög umfangsmiklum sögnum og örfáum
nafnorðum, t.d.fótur og hönd.
I tölvuútgáfunni er þessi uppsetning viðhöfð í öllum sögnunt þar sem sagnasam-
bönd eru sett fram, óháð fjölda þeirra. Þannig veit notandinn hvers hann má vænta
en röðin í sögnunum er þá aðalflettimynd (yfirleitt germynd), undirflettur (miðmynd,
lýsingarháttur nútíðar, lýsingarháttur þátíðar) og sagnasambönd í stafrófsröð eftir smá-
orðum. Þar sem undirfietturnar og smáorðin eru leitarstrengir þótti rétt að fara alltaf
með þá á sama hátt og staðla uppsetningu þeirra alveg. Þetta hafði þær afleiðingar að
endurskoða þurfti orðabókartextann algjörlega þar sem sagnasamböndin í bókinni eru
oft dreifð um allan orðsgreinartextann, jafnvel þannig að sama sambandið er að finna
á tveimur stöðum, bæði í meginmáli textans og í stafrófsraðaða hlutanum aftast. Við
þessa breytingu styttist meginmál textans í tölvuútgáfunni reyndar stundum þannig að
auðveldara verður að fá yfirsýn yfir það á skjánum og um leið er hægt að ganga að
öllum setningargerðum með hverju smáorði á einum stað. Hvort tveggja þjónar þeim
tilgangi að skipta orðsgreinunum í viðráðanlegar einingar á skjánum.
3.2 Gallar og kostir við skjáinn
Þær takmarkanir í orðabókartexta sem glíma þarf við á skjánum eru talsvert annars eðlis
en takmarkanirnar í prentaðri bók þar sem meginvandinn er sjálft heildarumfang textans
18E.t.v. væri hugsanlegt að gefa einhvers konar merkingarlykil (stikkorð) þama um merkingarliðina í
leitarlistanum sem nýtast myndi á svipaðan hátt og stutt merkingarlýsing sem höfð var í upphafi orðsgreina
í Sýnihefti sagnorðabókar sem gefið var út af Orðabók Háskólans 1993 en lýsingunni þar var skipað eftir
setningargerð (sjá Ásta Svavarsdóttir o.fl. 1993).
l9Við stafrófsröðun í 2. útgáfu var ekki gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóðum og
smáorðakaflinn hér hefst því á á. í 3. útgáfu raðast grannir sérhljóðar á undan breiðum og smáorðakaflinn
hefst því á að í sögninni koma, sbr. dæmið á næstu síðu hér á undan.