Orð og tunga - 01.06.2001, Page 112
102
Orð og tunga
henda henti s
1
henda e-u kasta e-u
hann henti stönginni hátt í loft
hentu til mín hamrínum
2
henda e-u fleygja e-u, setja e-ð í ruslaílát
ég er búinn að henda gömlu skónum
ekki henda tyggjóinu á götuna
3
henda e-ð
1 grfpa e-ð
henda e-ð á lofti grípa e-ð og notfæra sér það
hendafrétt á lofti
2 öðlast e-ð
henda e-n / e-ð
hendir seinn hvatan seinfær maður nær oft hinum fljóta
henda sund (spor) byrja að ganga óstuddur
3 fornt/úrelt nema, læra e-ð
henda e-ð afbókum
4
e-ð hendir, e-ð hendir sig e-ð kemur fyrir, ber við, gerist
þetta hendir öðru hverju
nú henti það sig að hann varð of seinn
e-n hendir e-ð ÓP e-r verður fyrir e-u________________
Grunnmerkingarí/ienr/a virðast veratvær, ‘aðfleygjae-u’ og ‘aðgrípae-ð’ og merking-
armunur er verulegur og er hann algjörlega bundinn setningargerðunum. Meginskil í
sögninni eru á milli töluliða 2 og 3 og e.t.v. ætti að sameina liði 1 og 2 ef farið væri
eftir setningargerðinni eingöngu en merkingarliður 2 er viðbót í 3. útgáfu. Skipting í
tölusetta merkingarliði í bókinni er reyndar á talsverðu reiki og erfitt að sjá fastar reglur
um hana. Þar er ýmist farið eftir merkingu eða formi og eins og sögnin henda er hér þá
er hún e.k. blanda af því tvennu.
Ekki er reynt að samræma framsetningu setningargerðarhausa til fulls, sbr. það sem
áður sagði um það að frumlag er ýmist haft með í hausunum eða ekki, eins og sögnin
henda er skýrt dæmi um. Orðabókarmaðurinn hefur því frelsi til að velja framsetningu
sem hentar í hverju einstöku tilviki og notar setningargerðarhausa með frumlagi eða
án þess, setningargerðardæmi eða raunveruleg dæmi að vild. Þannig er frumlag ekki
tiltekið í fyrstu þremur töluliðum í sögninni henda og nafnháttur hafður í haus og
skýringu. Frumlag er þarna gerandi. í 4. lið er frumlagið hins vegar tiltekið en þar er
sögnin annaðhvort áhrifslaus eða með aukafallsfrumlagi.
Merkingaraðgreining milli setningargerða og skipan og lengd orðsgreinar í einstök-
um sögnum ræður nokkru um það hvort notaðir eru setningargerðarhausar, setningar-
gerðardæmi eða venjuleg dæmi til að sýna rökliði en grunnhugmyndin var að koma