Orð og tunga - 01.06.2001, Page 113
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar
103
lágmarksupplýsingum um setningargerð fyrir á sem haganlegastan máta í hvert sinn.
Sú stefna var því ekki tekin í endurskoðuninni að ákveða eina samræmda framsetn-
ingu fyrir allar sagnir og í upphafi réðst þetta e.t.v. af því að ekki átti að endurskoða
skýringarnar sjálfar og þar með ekki merkingargreininguna í sögnunum. Segja má að
niðurstaðan sé að hafa setningarupplýsingar eftir þörfum en þá er auðvitað lykilatriði
að þarfir notandans séu þekktar. Arangurinn í framtíðinni byggistþví e.t.v. á góðu sam-
bandi við notendur ásamt stöðugri endurskoðun á verkinu enda er fullkomlega mögulegt
tæknilega að hafa þann háttinn á.
Kostimir við að setja fram setningargerðarhausa sem orðabókareiningar í stað ein-
stakra uppflettimynda (þ.e. nafnháttar í sögnum) eru ýmsir. Hausinn sjálfur er áberandi
leitaratriði á skjánum og skilur á milli merkinga (sbr. henda e-u/e-ð) og í honum em
mjög skýrar vísbendingar um notkun þar sem setningarstaðan sést, bæði í uppflettiorð-
inu og í skýringunni:
batna -aði s
1
e-ð/e-r batnar e-ð/e-r verður betra/betri, e-ð/e-r skánar
hagur hans batnaði
ástandið batnaði
söngvarinn batnaði með hverjum tónleikum
2
e-m batnar ÓP e-r nær sér (af veikindum)
söngvaranum batnaði hálsbólgan
Þarna sést greinilega að ópersónulega notkunin er algjörlega bundin við það að frum-
lagið sé lifandi vera. Til samanburðar er sögnin svona í bókinni:
batna, -aði S verða betri, skána: U hagur hans
batnaði; ÓP: honum batnar (veikin).
Þegar öll formgerðin (þ.e. allir rökliðir) er gefin í setningargerðarhausnum sér notandinn
mismun á notkun uppflettiorðs og skýringarorðs í sjónhendingu, t.d. hvort önnur hvor
sögnin er ópersónuleg. Slíkar upplýsingar geta farið forgörðum þegar skýringar em
miðaðar við nafnhátt eins og oft er gert í bókinni þótt dæmi bæti þar stundum úr skák:
ÍO 1983 [af]-létta ...2 hætta, linna: veðrinuafléttir.
ÍO 2000 e-u afléttir e-ð hættir, e-u linnir
ÍO 1983 [bráð]-liggja ...e-m bráðliggurá e-u o: þarfnast þess fljótt
ÍO 2000 e-m bráðliggur á e-u e-r þarfnast e-s fljótt
ÍO 1983 brúa ...brúa illa fyrir e-u hafa illt hugboðum e-ð,24...b. við e-u
óra fyrir e-u (slæmu);
ÍO 2000 e-n brúar illa fyrir e-u ÓP e-r hefur illt hugboð um e-ð
e-n brúar við e-u ÓP e-n órar fyrir e-u (slæmu)
24 Á undan er mig brúar í e-ð með skýringu en af samhenginu er ekki alveg ljóst hvort brúa illa fyrir e-u
er ópersónulegt. Segja má að fyrsta skrefið í átt til þess að setja upp setningargerðarhausa sé stigið í bókinni
þegar skáleturer á undan skýringu: bjáta -aði S 1 e-u bjúlare-ð hreyfist. ...