Orð og tunga - 01.06.2001, Page 115
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu Islenskrar orðabókar
105
4.1.2 Setningargerðardæmi
I setningargerðardæmum eða ‘dauðum dæmum’ eru settar fram upplýsingar sem eru
sama eðlis og í setningargerðarhausum, þ.e. þau sýna skammstafanir fyrir rökliði með
sögnum (sjá t.d. Bo Svensén 1987:87).27 A skjánum birtast setningargerðardæmin með
skærbláu skáletri, þ.e. liturinn er sá sami og á setningargerðarhausum en letrið það
sama og í öðrum dæmum. Sömu reglur gilda um skammstafanir og framsetningu og í
setningargerðarhausunum en munurinn á setningargerðardæmi og setningargerðarhaus
er fólginn í því að dæmið er ekki orðabókareining, það hefur ekki uppflettigildi og er haft
á eftir merkingarskýringu sem miðast við flettiorðið sjálft (eða undirflettu). Skáletruðu
dæmin í sögnunum já og kemba eru setningargerðardæmi utan kemba hár þar sem gefið
er raunverulegt dæmi (sjá bls. 106) til að sýna hvers konar andlagi má búast við með
sögninni:
1 já -ði S
1
• segjajá, játa
já e-u
2
• lofa
já e-m e-u
kemba -di S
1
• greiða, fara með kamb í
kemba hár (raunverulegt dæmi)
kemba sér (setningargerðardæmi)
kemba e-m (setningargerðardæmi)
Þeir rökliðir sem sýndir eru í setningargerðardæmum eru dæmigerðir fyrir notkun
orðsins og eru ýmist komnir úr 2. útgáfu ÍO eða settir upp í samræmi við dæmi
sem fundist hafa við leit í heimildum Orðabókar Háskólans. Lýsingin sem felst í
setningargerðardæmum er ekki tæmandi, í henni felst aðeins vísbending um notkun
en þar eiga lágmarksupplýsingar um fallstjóm o.þ.h. að koma fram. Talsvert stór hluti
setningargerðardæmanna er um agnarsagnir og forsetningarliði með sögnum eins og í
sögnunum korta, krauma og rökrœða hér á eftir enda er fjölbreytni í málnotkun mikil í
slíku efni og hentugt að gefa dæmi án þess að gefa til kynna að lýsingin sé tæmandi:
27Dauðu dæmin gegna þá almennu hlutverki og notandinn veit að í stað skammstafananna í þeim getur
hann sett nafnliði að vild:
Han kánner igen det som ett mer generellt mönster och vet att han (inom vissa gránser)
kan sátta in lámpliga nominalfraser osv. i stállet för a p„ a th„ e-n, etw„ qn, qc osv.
(Svensén 1987:87)
Svensén miðar reyndar við að dauð dæmi séu alltaf í nafnhætti þannig að notkunin hér er nokkru vfðari en
hjá honum og er t.d. látin ná yfir ópersónulegar sagnir.
(setningargerðardæmi)
(setningargerðardæmi)