Orð og tunga - 01.06.2001, Page 117
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar
107
náða -aði S
1
• gefa e-m upp sakir, fella niður refsingu að nokkru eða öllu leyti
hann var dœmdur í 10 ára fangelsi en náðaður eftir nokkurár
2
• breyta lífstíðardómi í annan mildari
hann var náðaður til fangavistar í Bláturni
3
• fyrirgefa
guð náði mig þ.e. sé mér náðugur, fyrirgefi mér
Merkingin í fyrsta lið er algeng í nútímamáli, merkingin í öðrum lið er sennilega aflögð
og ætti e.t.v. að vera merkt sem slík og merkingin í þriðja lið á mörkum þess að teljast
fast orðalag eða orðasamband sem erfitt er að gera sér grein fyrir ef nafnháttarskýringin
‘fyrirgefa’ stendur án dæmisins. í þessari sögn er því erfitt að ná áttum í mismunandi
merkingum án dæmanna.
Eins og áður sagði er stuðst við heimildirOrðabókarinnar í viðbótardæmum en þau
eru stytt eins og þurfa þykir enda er heimildar ekki getið frekar en í bókinni. Reynt var
að velja orð í dæmum þannig að fallstjórn kæmi ótvírætt í ljós en talsvert er um það
í bókinni að svo sé ekki. Dæmum á borð við skipið rekur (þf.) var því breytt í bátinn
rekur þar sem heimildimar dugðu til en nokkuð er um tvíræð dæmi um sjaldgæfar
sagnir í bókinni sem virðast upprunnin úr talmálssafni Orðabókarinnar. Reynt var að
leita annarra heimilda til að taka af vafa um fallstjórn eftir föngum en það tókst ekki
alltaf.
Setningargerðarhausar, setningargerðardæmi og raunveruleg dæmi eru notuð eftir
því sem þurfa þykir í hverri sögn, eins og áður sagði, en hér er að lokum dæmi um sögn
þar sem munurinn á þessu þrennu kemur vel fram:
krjúpa kraup, krupum, kropið S 1 • leggjast á kné krjúpa við altari krjúpafyrir e-m krjúpa e-m knékrjúpa e-m, auðmýkja sig fyrir e-m með bænum e.þ.h.
(raunverulegt dæmi) (setningargerðardæmi) (setningargerðarhaus)
L • skríða krjúpa inn undir borð (raunverulegt dæmi)
4.2 Agnir og önnur smáorð
Eins og fram kemur í kafla 3.1 hér að framan er nauðsynlegt að brjóta langar orðsgreinar
upp í styttri einingar til þess að yfirsýn náist yfir þær á skjánum. Lengstu orðsgreinarnar í
verkinu eru yfirgripsmestu sagnimar en einkenni á þeim er mikill fjöldi sagnasambanda
sem em merkingarbærar einingar í orðasafninu og krefjast því sjálfstæðra skýringa. I
bókinni er þetta leyst með stafrófsröðuðum sagnasamböndum aftast í orðsgrein en á