Orð og tunga - 01.06.2001, Page 120
110
Orð og tunga
Er þá skýringin aðeins höfð á einum stað og vísað þangað úr öllum afbrigðum. Jafnframt
eru öll afbrigðin sýnd þar sem skýring er eins og í sögninni klípa þar sem fjögur afbrigði
eru af sagnarsambandi:30
klípa + af
klípa af e-u —• klípa utan af e-u
klípa + utan af
klípa utan af e-u, klípa utan úr e-u, klípa af e-u, klípa úr e-u taka af e-u,
minnka e-ð, draga úr e-u
klípa ekki utan aforðum sínum segja e-ð fullum fetum, kveða fast að
orði
klípa + utan úr
klípa utan úr e-u —*• klípa utan af e-u
klípa + úr
klípa úr e-u —* klípa utan af e-u
Sami háttur er hafður á þar sem vísa þarf á milli sagnarsambands og setningargerðar-
hauss, t.d. þar sem sögn og andlag hefur sömu merkingu og sögn og forsetningarliður
eins og í fala e-ð sem er sömu merkingar og falast eftir e-u en þarna er vísað úr
germyndinni yfir í miðmyndina. Eins er farið með vísanir á milli sagnarsambands og
orðasambands sem eru sömu merkingar, eins og hér er sýnt:
syngja + til
syngja e-n til moldar —> syngja yfir e-m
syngja + yfir
syngja yfir e-m, syngja e-n til moldar jarðsyngja e-n
Litir í millivísununum skila sér ekki hér en öll orðasambönd á diskinum eru dökkrauð
og millivísanir í þau líka. Millivísanir í setningargerðarhausa og sagnasambönd eru í
skærbláum lit en millivísanir í undirflettur eru með svörtu feitletri. Með þessu móti
sést í sjónhendingu í hvers kyns fyrirbæri er vísað. Millivísanir af þessu tagi eru ekki
aðeins notaðar með sagnarsamböndunum heldur er sami háttur hafður á í vísunum milli
setningargerða. Vísanir milli afturbeygðrar sagnar og miðmyndar eru t.d. algengar enda
er merkingin oft sú sama eins og í sögninni bragga(st):
30Sú undantekning er gerð að afbrigði sem ekki þykir vera gott mál er ekki sýnt þar sem skýringin er og
athugasemd um málnotkun er látin fylgja:
e-r kennir til
1 e-r finnurtil sársauka
ég kenni til ífœtinum
e-n (e-m) kennir til ÓP J? (ópersónuleg notkun með mig eða mér í stöðu auka-
fallsfrumlags er allalgeng en ekki talin gott mál) —* e-r kennir til