Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 126
116
Orð og tunga
Síðara dæmið er einnig úr Esekíel:
Yfer þessu voru enn fleire Loptsualer allt vm kring / og Sualem(ar) voru
ofan til vijdare. (Guðbr.bibl., Esekíel 41,7)
Orðið svalir er hér notað á sama hátt og í nútímamáli, um e.k. palla utan á húsum, þó
að fyrirbærið sjálft væri enn alls óþekkt í íslenskri húsagerðarlist á 16. öld. Þessi sömu
vers hafa allt annað yfirbragð í Biblíuútgáfunnifrá 1981:
Þessu næst mældi hann musterisvegginn, og var hann sex álna þykkur
og breidd hliðarhússins fjórar álnir allt í kringum musterið. (Biblía 1981,
Esekíel 41,5)
Og þau urðu æ breiðari, því ofar sem þau lágu kringum musterið, því að
hliðarherbergin voru alveg upp úr hringinn í kringum musterið. (Biblía
1981, Esekíel 41, 7)
Aðeins eitt dæmi er í ROH um svalir frá 18. öld. Það er að finna í kvæði eftir Þor-
lák Þórarinsson (1711-1773), en ljóðmæli hans voru fyrst gefin út 1775 á Hólum og
endurútgefin 1836og 1858.
Heilan vetur umliðinn, / sýkja náðu svalir þó, / sízt af létu þurviðrin. (ÞÞór.
58,314)
Mér er til efs að Þorlákur sé að yrkja um svalir í merkingunni ‘pallur utan á húsi’,
merkingin er líklega önnur og skáldlegri.
Björn Halldórsson setti saman íslensk-latnesk-danska orðabók á 18. öld og segir
svalir vera karlkynsorð í fleirtölu, sem merki ‘anogæum, pergula, contignatio, Svale,
Bislag’. Önnur merking geti líka verið ‘scalarium ædicalæ gradulis, en Trappe’. Þetta
er eina íslenska dæmið sem ég hef rekist á, þar sem svalir er flokkað sem karlkynsorð,
enda er norræna orðið í kvenkyni fleirtölu.
Fyrsta dæmið frá 20. öld er að finna í ritgerð Benedikts Gröndal „Reykjavík um
aldamótin 1900“, sem var prentuð í Eimreiðinni og seinna í öðru bindi af ritsafni hans.
Framan úr húsinu standa langir plankar, drögur fyrir svalir (altan). (Ben.
Grönd. bls. 479)
Þetta er jafnframst elsta dæmið um orðið altan sem til er í ROH og verður vikið að því
nánar síðar.
Blaðamaður Kvennablaðsins skrifaði árið 1914 svohljóðandi lýsingu:
Geta menn fengið þar leigt eins, tveggja eða þriggja herbergja íbúðir,
fylgir dálítið eldhús hverri þeirra, og fyrir utan það eru oft dálitlar svalir.
(Kvennabl., 1914, bls. 68)