Orð og tunga - 01.06.2001, Page 128
118
Orð og tunga
I tveimur dæmum Orðabókarinnar er altan karlkynsorð, en ekki hvorugkynsorð. Eldra
dæmið eru úr bók Þorkels Jóhannessonar um Tryggva Gunnarsson. í dagbókarfærslu
frá 15. nóvember 1863 segir Tryggvi frá andláti Friðriks konungs og hvernig fregnin
barst um Kaupmannahöfn:
Hall kom fram á altanen og hrópaði. (Þork. Jóh. I, bls. 248)
Tryggvi skrifar dagbókina í Kaupmannahöfn og er hér geinilega undir sterkum dönskum
áhrifum, velur danska orðið altan og skrifar það upp á danskan máta, ekki með íslenskum
greini. Sautján árum síðar, í marsmánuði 1880, skrifar hann þáverandi landshöfðingja
bréf um þinghús Islendinga, sem til stóð að reisa og gerir m.a. tillögur um ytri ásýnd
hússins:
að krónan eða ríkismerkið væri á aðra hlið við altaninn, en hinu megin
Fálki á bjargsniddu. (Bergst. Jónss. III, bls. 316)
Orðið altan hefur nú fengið íslenskan greini, en er ennþá í karlkyni. Hér að framan kom
fram, að Benedikt Gröndal setur altan innan sviga til frekari útskýringar á því hvað
hann á við með ‘drögurfyrir svalir’ í grein sinn „Reykjavík um aldamótin 1900“. Hann
er að lýsa húsi Ola norska sem stóð á þeim árum í austurbæ Reykjavíkur, en smíði á
svölunum var þá enn ekki að fullu lokið.
Það erekki fyrren íbréfi Matthíasar Jochumssonartil Hannesar Hafsteins árið 1917,
sem orðið altan er notað hikstalaust án allra skýringa og nú með hvorugkynsgreini:
má ekki smíða henni léttan lyftistól, svo hún komist niður frá altaninu og
ofan á blettinn. (Matth. Joch., bls. 177)
Þórbergur Þórðarson segir frá ferðalagi rottu upp á 4. hæð í Sálminum um blómið:
Hún hefur spássérað upp vegginn og komið inn um dyrnar á altaninu.
(Þórb. Þórð., bls. 45)
Skömmu síðar í frásögninni kemur altan fyrir í samsetta orðinu altandyr, og enn eru
það ævintýri og örlög fyrmefndrar rottu, sem til umræðu eru:
.. .eða smogið inn um gluggann yfir altandyrunum. (Þórb. Þórð., 45)
Svo kastaði sjondi Babb kvikindinu út um altandymar. (Þórb. Þórð., 49)
Orðið altanskýli kemur fyrir í auglýsingu í tímaritinu Sveitarstjórnarmál árið 1961:
Riflað plast með festingu fyrir altanskýli, nýkomið. (Sveitstjm., 1961, 3.
hefti)
Með auglýsingatextanum fylgir mynd af fyrirbærinu, svo að engum ætti að dyljast hvað
við er átt, né hversu ómissandi rifflað plast af þessu tagi er fyrir sérhvert altanskýli.