Orð og tunga - 01.06.2001, Side 129
Valgerður Erna Þorvaldsdóttir: Altan og svalir
119
Yngsta dæmið um altan í ROH er úr skáldsögu Vésteins Lúðvíkssonar, Eftirþankar
Jóhönnu, sem kom út 1975.
Neinei, [hún hafði] opnað út á altan. (Vést. Lúðv., bls 74)
Það er freistandi að velta fyrir sér hvers vegna orðið altan varð að láta í minni pokann
fyrir svölum í íslensku, en náði yfirhöndinni í hinum norrænu málunum, dönsku, norsku,
sænsku og færeysku. Hugsanlega var það vegna þess að orðið féll ekki sem best að
íslensku beygingakerfi. Önnur og kannski veigameiri ástæða þess að altan er smám
saman að hverfa úr íslensku eftir u.þ.b. 150 ára viðdvöl, er hreintungustefnan. Engum
blöðum er um það að fletta að orðið er tökuorð úr dönsku, og þar með „sletta“. Frá
sjónarmiði hreintungumanna hlýtur norræna orðið svalir að hafa verið mun ákjósanlegra
en danski bastarðurinn altan sem illa gekk að finna samastað í íslensku beygingakerfi
framan af og hljómaði alltaf eins og útlensk fordild. Málhreinsunarmenn hafa haft erindi
sem erfiði, því að þeir eru orðnir fáir sem sitja á sólardögum úti á altani, þó að allar
svalir séu fullar af sóldýrkendum.
Heimildaskrá
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Ben. Grönd. = Benedikt Gröndal. 1951. Ritsafn II. Isafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
Bergst. Jónss. = Bergsteinn Jónsson. 1955. Tryggvi Gunnarsson III. Stjómmálamaður.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík.
Guðbr. bibl. = Biblia. Þad Er / 011 Heilög Ritning / vtlógd a Norrænu. Med Formalum
Doct. Martini. Lutheri. 1584. Hólum.
Biblía 1981= Biblían heilög ritning. 1981. Ný útgáfa. Hið íslenska biblíufélag, Reykja-
vík.
Björn Halldórsson. 1992. Orðabók Islensk-latnesk-dönsk. Ný útgáfa. Jón Aðalsteinn
Jónsson sá um útgáfuna. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Feilberg, H.F. 1886-1893. Bidrag til en Ordbog over Jyske Almuesmál. Thieles Bog-
trykkeri. Kjpbenhavn.
Duden Das grofie Wörterbuch der deutschen Sprache in sechs Banden. 1977. Duden-
verlag, Mannheim / Wien / Zurich.
Fproysk orðabók. 1998. Fproya Fróðskaparfelag, Thórshavn.
Gísli Brynj. = Gísli Brynjúlfsson. 1952. Dagbók í Höfn. Heimskringla, Reykjavflc.
Gunnlaugur Oddsson. 1991. Orðabók sem inniheldur jiestfáigœt. framandi og vandskilin
orð er verðafyrir í dönskum bókum. Ný útgáfa með íslenskri orðaskrá. Jón Hilmar
Jónsson sá um útgáfuna ásamt Þórdísi Úlfarsdóttur. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Hellquist, Elof. 1966. Svensk etymologisk ordbok. Tredje upplagan. C.W.K. Gleerups
Förlag, Lund.
íslensk orðabók. 1983. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt.
Menningarsjóður, Reykjavík.
Kvennabl. = Kvennablaðið. 1914. 20. árg. Útgefandi Bríet Bjarnhéðinsdóttir.