Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 131
Þórdís Úlfarsdóttir
Matarorð í fslenski orðabók
Inngangur
Eins og mörgum er kunnugter nú unnið að endurskoðun íslenskrar orðabókar, 2. útgáfu
frá 1983, hjá Máli og menningu. Ný útgáfa er fyrirhuguð á þessu ári, raunar ekki í formi
bókar heldur geisladisks, að minnsta kosti fyrst um sinn.1
Vinna við 3. útgáfu íslenskrar orðabókar hefur staðið um alllangt skeið enda er að
mörgu að hyggja. Áhersla er lögð á að bæta orðskýringar í bókinni en einnig þarf að
gæta að margvíslegum öðrum atriðum. Skulu hér nefnd nokkur þeirra helstu: orðaforði
uppflettiorða í bókinni er aukinn á mörgum sviðum, unnið er að nýrri beygingarlýsingu
flettiorðanna, farið er yfir framsetningu stórra orða á borð við sumar sagnir og forsetn-
ingar og reynt að gera hana skilmerkilegri og læsilegri, millivísanir eru samræmdar,
skáletruðum notkunardæmum breytt og þeim fjölgað, og málfarslegar leiðbeiningar
og umvandanir sem víða leynast í bókinni eru smám saman færðar til nútímalegra og
nokkuð umburðarlyndara horfs. Ýmis sérsvið bókarinnar hafa einnig verið tekin fyrir
og unnin á nýjan leik. Má þar nefna orð í tónlist, grasafræði, líffræði og heimspeki og
orð sem snerta tölvur og tækni. Hér mun ég gera grein fyrir vinnu minni við orð sem
snúa að mat og matargerð.
Tildrög
Sumarið 1997 byrjaði ég að endurskoða matarorð í Islenskri orðabók. Þennan flokk orða
tók ég fyrir vegna þess að hann var rökrétt framhald af orðum í grasafræði sem ég hafði
glímt við þar á undan. Þessir tveir orðahópar skarast töluvert eins og við mátti búast. Orð
sem þeir eiga sameiginleg eru nöfn á öllum ætum plöntum, til dæmis rabarbari, hveiti,
appelsína, pipar, rifs, en slík orð höfðu þegar verið afgreidd með grasafræðiorðunum.
'Greinin var rituð snemma árs 2000 en bókin kom út í árslok 2000 undir heitinu íslensk orðabók.
Tölvuútgáfa.
121