Orð og tunga - 01.06.2001, Blaðsíða 139
Eiríkur Rögnvaldsson
Stofngerð íslenskra orða
1 Inngangur
Hvað einkennir íslensk orð? Hvemig þekkjum við orð af erlendum uppmna? Gæti
*brukur verið íslenskt orð? En *brjukur? Áreiðanlega er erfitt að svara þessum spurn-
ingum svo að öllum lfki, og ekki efamál að tilfinning málnotenda er misjöfn hvað þetta
varðar. Þó er varla nokkur vafi á því að hljóðfræðileg gerð orðanna skiptir miklu máli.
Alkunna er að tungumál hafa mjög mismunandi reglur um það hvaða hljóð geta staðið
saman í orði. Um þetta gilda svonefndar hljóðskipunarreglur (phonotactic rules) eða
myndangerðarskilyrði (morpheme structure conditions); sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson
(1993:42-48).
Þótt talsvert hafi verið skrifað um íslenska orðmyndun hefur lítið verið hugað að því
hvernig íslensk orð geti litið út; hvaða hljóðasambönd þau geti haft að geyma. Vitaskuld
má víða finna einstakar athugasemdir og ábendingar í þessa vem, en ekkert heildaryfirlit
um hljóðgerð íslenskra orða er til, svo að mér sé kunnugt. Helsta athugunin á þessu sviði
er ritgerð Sigurðar Konráðssonar (1980) um samhljóðaklasa í íslensku. Það er ágætt
yfirlit, svo langt sem það nær, en takmörkunin við samhljóð og samhljóðaklasa veldur
því að miklu þarf að bæta við svo að þetta sé fullnægjandi yfirlit. Því fer nefnilega fjarri
að hvaða sérhljóð sem er geti staðið með hvaða samhljóðaklasa sem er. Þannig kemur í
ljós þegar að er gáð að strengurinn *brjukur sem tekinn var sem dæmi hér að framan er
tæpast hugsanlegur sem íslenskt orð, þótt brj- sé fullkomlega leyfilegur framstöðuklasi,
sbr. brjálaður, Brjánn, brjósk, brjóta. En á og ó eru einu sérhljóðin sem geta komið
á eftir þessum klasa (eins og mörgum tveggja og þriggja samhljóða framstöðuklösum
með j).
Mörg tökuorð hafa á sér framandi yfirbragð vegna þess að hljóðasamböndin í þeim
koma ekki fyrir í orðum af innlendum uppruna. Önnur falla fullkomlega inn í málið
þannig að ekki sér missmíði á. Kvenkynsorðið blók ‘ræfill, óþokki’ hefur ekki á sér
erlent yfirbragð. Það er þó „ungt to. úr e. bloke ‘ræfilmenni, (lélegur) náungi’“, segir Ás-
geir Blöndal Magnússon (1989:66). Orðið hefur m.a.s. fallið svo vel inn í málið að það
129