Orð og tunga - 01.06.2001, Page 141
Eiríkur Rögnvaldsson: Stofngerð íslenskra orða
131
Dæmunum er raðað eftir samhljóðunum, þannig að fyrst koma dæmi um klasann
-bb-. Innan hvers samhljóðasambands er svo sérstök lína fyrir hvert sérhljóð, og eru
þau í stafrófsröð. Sleppt er þeim samhljóðaklösum sem aðeins koma fyrir í 10 eða
færri orðum. Samböndin eru hér sýnd með venjulegri stafsetningu. Það er vissulega
umdeilanlegt; stafsetningin endurspeglar vitaskuld ekki alltaf framburðinn. A hinn
bóginn má ekki gleyma því að ritmálið er líka hluti tungumálsins, og ritmynd orðanna
ræður miklu um það hvernig orðin falla inn í málið. Þess vegna skiptirt.d. máli að halda
því til haga hvort orð er skrifað með i eða y.
Tíðni einstakra rótarsérhljóða er mjög mismikil. a er langalgengast, þvínæst e og
i; en é (sem vitaskuld er samhljóð + sérhljóð í nútímamáli) er sjaldgæfast. Annars er
tíðniröðun sérhljóðanna þessi:
a 2456 æ 906 ý 364
e 1803 ó 889 au 344
i 1488 á 829 ey 329
u 1231 y 780 é 119
0 1216 ö 722
ú 712
í 649
ei 619
Þegar litið er á samhljóða á eftir rótarsérhljóði kemur í ljós að langalgengast er
að aðeins eitt samhljóð fari á eftir. Orð af því tagi eru á sjötta þúsund eða meira en
þriðjungur heildarinnar, þótt möguleikarnir séu fáir; þau samhljóð sem um er að ræða
eru aðeins ð,f, g,j, k, l, m, n, r, s, t, v, en klasarnireru auðvitað margfalt fleiri. Dæmi um
þriggja og fjögurra samhljóða klasa eru svo aðeins rúm 1400, eða um 9% heildarinnar.
2 Samband orðgerðar og orðflokks/beygingarflokks
í eftirfarandi yfirliti eru sýnd rótarsérhljóð í einkvæðum orðum ásamt eftirfarandi sam-
hljóði eða samhljóðaklasa. Einungis eru tekin með orð úr stóru opnu orðflokkunum,
nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Nafnorðum er skipt í kyn og hverju kyni í 2-4 meg-
inflokka eftir formi nefnifalls eintölu (orðasafnsmynd; sjá Eirík Rögnvaldsson 1990).
Lýsingarorðin eru öll sett undir einn hatt, en sögnum skipt í þrennt; sterkar sagnir, veikar
sagnir með -a-viðskeyti (þær sem enda á -aði í þátíð) og veikar sagnir án -a-viðskeytis
(þær sem enda á -ði/-di/-ti í þátíð). Nánar til tekið er skiptingin þessi: