Orð og tunga - 01.06.2009, Side 22

Orð og tunga - 01.06.2009, Side 22
12 Orð og tunga í flýtinum. Ritunaraðstæður geta aftur á móti gefið tóm til að leita að nákvæmari orðum. Ymsan breytileika í íslenskri málnotkun má þannig skýra með því að huga að sjálfum málaðstæðunum. Ritun getur t.d. í sjálfu sér kall- að á að notaðar eru heilar setningar, rökleg niðurröðun efnisatriða o.s.frv. Þetta á sér þá skýringu að undirbúningstími í ritun er lengri en í venjulegu tali og að ritandi og lesandi eru ekki staddir á sama stað á sömu stundu svo að textinn þarf að vera sem skýrastur beinlín- is vegna þeirra aðstæðna. Sama máli gegnir um nákvæm eða sérhæfð orð eins og fram hefur komið. Málaðstæður í venjulegum samtölum eru allt annars eðlis. Hraðinn er slíkur að ekki gefst tóm til að koma upplýsingum fyrir eins þétt og í rituninni og ekki er heldur sama þörf á skýrleika eins og í ritun af því að viðmælandinn er til staðar og veit- ir viðbrögð. Hér eru sem sé á ferðinni dæmi þess að hægt er að skýra breytileg málform eftir málaðstæðum í íslensku með því að vísa til eðlis aðstæðnanna. (15) a) DÆMIGERÐIR RITTEXTAR Meiri undirbúningstími, fjarlægð milli mælanda og viðmælanda —> heillegar setningar, þéttar upplýsingar, þörf á skýrleika, nákvæm/ sérhæfð orð ... b) DÆMIGERÐIR TALTEXTAR Minni undirbúningstími, nálægð milli mælanda og viðmælanda —► brotakenndar setningar, slitróttar upplýsingar, minni þörf á skýrleika, ónákvæm/almenn orð ... En erfitt er að sjá að þættir af þessu tagi hafi sérstakt skýringargildi þegar kemur að hinu breytilega orðavali milli dæmigerðra rit- og tal- texta eftir því úr hvaða átt orðin eru sótt, þ.e. eftir því hvort þau eru úr innlendu eða erlendu efni. Því er spurningin þessi: Af hverju velur fólk, sem skrifar formlega texta, frekar orð á borð við fartölva heldur en orð á borð við lapptopp úr því að orðin merkja það sama og hvorugt orðið er nákvæmara en hitt? Eina skýringin, sem komið verður auga á, er nýyrðastefnan, sem ein grein hreintungustefnu. Hluti hennar er það viðhorf að í rituð- um textum, þ.e. í efni sem verður í einhverjum skilningi varanlegt og meira er lagt í, beri að nota orð úr innlendum formum umfram töku- og aðkomuorð. Nýyrði má nota til að „merkja" málnotkunina ef svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.