Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 22
12 Orð og tunga
í flýtinum. Ritunaraðstæður geta aftur á móti gefið tóm til að leita að
nákvæmari orðum.
Ymsan breytileika í íslenskri málnotkun má þannig skýra með því
að huga að sjálfum málaðstæðunum. Ritun getur t.d. í sjálfu sér kall-
að á að notaðar eru heilar setningar, rökleg niðurröðun efnisatriða
o.s.frv. Þetta á sér þá skýringu að undirbúningstími í ritun er lengri
en í venjulegu tali og að ritandi og lesandi eru ekki staddir á sama
stað á sömu stundu svo að textinn þarf að vera sem skýrastur beinlín-
is vegna þeirra aðstæðna. Sama máli gegnir um nákvæm eða sérhæfð
orð eins og fram hefur komið. Málaðstæður í venjulegum samtölum
eru allt annars eðlis. Hraðinn er slíkur að ekki gefst tóm til að koma
upplýsingum fyrir eins þétt og í rituninni og ekki er heldur sama þörf
á skýrleika eins og í ritun af því að viðmælandinn er til staðar og veit-
ir viðbrögð. Hér eru sem sé á ferðinni dæmi þess að hægt er að skýra
breytileg málform eftir málaðstæðum í íslensku með því að vísa til
eðlis aðstæðnanna.
(15) a) DÆMIGERÐIR RITTEXTAR
Meiri undirbúningstími, fjarlægð milli mælanda og
viðmælanda
—> heillegar setningar, þéttar upplýsingar, þörf á
skýrleika, nákvæm/ sérhæfð orð ...
b) DÆMIGERÐIR TALTEXTAR
Minni undirbúningstími, nálægð milli mælanda og
viðmælanda
—► brotakenndar setningar, slitróttar upplýsingar,
minni þörf á skýrleika, ónákvæm/almenn orð ...
En erfitt er að sjá að þættir af þessu tagi hafi sérstakt skýringargildi
þegar kemur að hinu breytilega orðavali milli dæmigerðra rit- og tal-
texta eftir því úr hvaða átt orðin eru sótt, þ.e. eftir því hvort þau eru
úr innlendu eða erlendu efni. Því er spurningin þessi: Af hverju velur
fólk, sem skrifar formlega texta, frekar orð á borð við fartölva heldur
en orð á borð við lapptopp úr því að orðin merkja það sama og hvorugt
orðið er nákvæmara en hitt?
Eina skýringin, sem komið verður auga á, er nýyrðastefnan, sem
ein grein hreintungustefnu. Hluti hennar er það viðhorf að í rituð-
um textum, þ.e. í efni sem verður í einhverjum skilningi varanlegt og
meira er lagt í, beri að nota orð úr innlendum formum umfram töku-
og aðkomuorð. Nýyrði má nota til að „merkja" málnotkunina ef svo