Orð og tunga - 01.06.2009, Side 28
18
Orð og tunga
einnig á orðmyndunarkosti þessara mála og að nokkru leyti á áherslu-
mynstur. Jafnframt hefur eðli þessara áhrifa verið skoðað frá nýju sjón-
arhorni í ljósi rannsókna á tvítyngi og máltengslum og með aðferðum
sem þróast hafa á því sviði. Miðlágþýska stóð að mörgu leyti nær nor-
rænum málum en önnur germönsk mál á sínum tíma og undanfarin
10-15 ár hafa ýmsir fræðimenn fært rök að því að fremur beri að skoða
þessi áhrif frá sjónarhóli mállýskutengsla (e. dialect contact) en sem eig-
inleg áhrif milli mála (e. language contact) (sjá t.d. Jahr 1997:16; Braun-
mtiller 1998:18; Trudgill 2000, með tilvísunum). Þótt miðlágþýsk áhrif
á íslensku hafi verið miklum mun minni en á norrænu meginlands-
málin er fjöldi lágþýskra tökuorða í íslenskum textum frá 14. og 15.
öld og hefur hluti þeirra varðveist í málinu þótt þau setji ekki jafnmik-
inn svip á orðaforðann og í hinum málunum. I greininni er fjallað um
lágþýsku áhrifin ásamt enskum áhrifum í nútímamáli og þessi tímabil
borin saman með hliðsjón af ytri aðstæðum og sambandi veitimálsins,
þ.e.a.s. miðlágþýsku annars vegar og ensku hins vegar, við íslensku.
Sjónum er einkum beint að umfangi tökuorða í textum frá umræddum
tímabilum, fjölda þeirra, útbreiðslu og tíðni, en einnig er vikið lítillega
að einkennum orðanna og þróun þeirra í málinu.
Efnisskipan er í stórum dráttum þannig að í öðrum kafla er fjallað
almennt um erlend máláhrif og forsendur þeirra, þriðji kafli fjallar um
miðlágþýsk áhrif á fyrri tíð, einkum eins og þau birtast í fornbréfum
14. og 15. aldar, og sá fjórði um dönsk og einkum ensk áhrif í íslensku
nútímamáli. I fimmta og síðasta kaflanum er loks samantekt og sam-
anburður á þeim tveimur tímaskeiðum sem rætt er um í greininni því
við teljum að það geti verið forvitnilegt að leyfa þessum tveimur tíma-
bilum að kallast á og varpa ljósi hvoru á annað.
2 Tökuorð og erlend máláhrif
Erlend áhrif í orðaforðanum eru sennilega meiri en málnotendur gera
sér almennt ljóst. Fjölmörg íslensk orð eru svonefndar tökuþýðingar
— orð sem að merkingu og gerð eiga sér beina erlenda fyrirmynd þótt
formið sé innlent, t.d. jarðfræði (sbr. t.d. danska geologi, byggt á grísku
geo 'jörð' + logia 'fræði, lærdómur') og heimasíða (sbr. enska homepage).
Einnig tekur merking gamalgróinna orða breytingum fyrir áhrif frá
öðrum málum með svokölluðum tökumerkingum — þá fær orð nýja
merkingu að láni frá samsvarandi erlendu orði, t.d. stjarna um fólk