Orð og tunga - 01.06.2009, Page 28

Orð og tunga - 01.06.2009, Page 28
18 Orð og tunga einnig á orðmyndunarkosti þessara mála og að nokkru leyti á áherslu- mynstur. Jafnframt hefur eðli þessara áhrifa verið skoðað frá nýju sjón- arhorni í ljósi rannsókna á tvítyngi og máltengslum og með aðferðum sem þróast hafa á því sviði. Miðlágþýska stóð að mörgu leyti nær nor- rænum málum en önnur germönsk mál á sínum tíma og undanfarin 10-15 ár hafa ýmsir fræðimenn fært rök að því að fremur beri að skoða þessi áhrif frá sjónarhóli mállýskutengsla (e. dialect contact) en sem eig- inleg áhrif milli mála (e. language contact) (sjá t.d. Jahr 1997:16; Braun- mtiller 1998:18; Trudgill 2000, með tilvísunum). Þótt miðlágþýsk áhrif á íslensku hafi verið miklum mun minni en á norrænu meginlands- málin er fjöldi lágþýskra tökuorða í íslenskum textum frá 14. og 15. öld og hefur hluti þeirra varðveist í málinu þótt þau setji ekki jafnmik- inn svip á orðaforðann og í hinum málunum. I greininni er fjallað um lágþýsku áhrifin ásamt enskum áhrifum í nútímamáli og þessi tímabil borin saman með hliðsjón af ytri aðstæðum og sambandi veitimálsins, þ.e.a.s. miðlágþýsku annars vegar og ensku hins vegar, við íslensku. Sjónum er einkum beint að umfangi tökuorða í textum frá umræddum tímabilum, fjölda þeirra, útbreiðslu og tíðni, en einnig er vikið lítillega að einkennum orðanna og þróun þeirra í málinu. Efnisskipan er í stórum dráttum þannig að í öðrum kafla er fjallað almennt um erlend máláhrif og forsendur þeirra, þriðji kafli fjallar um miðlágþýsk áhrif á fyrri tíð, einkum eins og þau birtast í fornbréfum 14. og 15. aldar, og sá fjórði um dönsk og einkum ensk áhrif í íslensku nútímamáli. I fimmta og síðasta kaflanum er loks samantekt og sam- anburður á þeim tveimur tímaskeiðum sem rætt er um í greininni því við teljum að það geti verið forvitnilegt að leyfa þessum tveimur tíma- bilum að kallast á og varpa ljósi hvoru á annað. 2 Tökuorð og erlend máláhrif Erlend áhrif í orðaforðanum eru sennilega meiri en málnotendur gera sér almennt ljóst. Fjölmörg íslensk orð eru svonefndar tökuþýðingar — orð sem að merkingu og gerð eiga sér beina erlenda fyrirmynd þótt formið sé innlent, t.d. jarðfræði (sbr. t.d. danska geologi, byggt á grísku geo 'jörð' + logia 'fræði, lærdómur') og heimasíða (sbr. enska homepage). Einnig tekur merking gamalgróinna orða breytingum fyrir áhrif frá öðrum málum með svokölluðum tökumerkingum — þá fær orð nýja merkingu að láni frá samsvarandi erlendu orði, t.d. stjarna um fólk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.