Orð og tunga - 01.06.2009, Side 42
32
Orð og tunga
tveimur textasöfnum en saman spanna þau nokkuð vítt svið íslensks
máls í lok 20. aldar. Ef nánar er rýnt í efniviðinn kemur þó í ljós að
„þéttleiki" aðkomuorðanna er mjög mismikill. Dagblaðatextarnir
voru greindir eftir textategund og umræðuefni og í báðum tilvikum
kemur fram mikill innbyrðis munur á hlutfalli aðkomuorða. Sé horft
til eðlis textans eru þau hlutfallslega langflest í auglýsingum (um
0,6%) en fæst í fréttum, leiðurum o.þ.h. efni (0,04%). Ef þeir eru skoð-
aðir m.t.t. umfjöllunarefnis eru aðkomuorðin flest í textum sem fjalla
um skemmtanir og dægurmál (um 0,4%) en fæst í ýmiss konar frétta-
efni (0,02-0,05%) (Selback og Sandoy 2007:29-32). Textasafnið í síðar-
töldu rannsókninni (Ásta Svavarsdóttir 2004a) var beinlínis sett saman
í þeim tilgangi að bera saman ólíkar textategundir, m.a. til að kanna
hvort sú útbreidda skoðun að orð af erlendum uppruna, sérstaklega
úr ensku, séu fleiri og algengari í talmáli en ritmáli eigi við rök að
styðjast. Safnið er sett saman úr þrenns konar textum frá árunum
1997-2000: óformlegum samtölum (talmál), minningargreinum og ó-
útgefnum dagbókarfærslum (persónulegt, óformlegt ritmál) og inn-
lendu efni úr gagnasafni Morgunblaðsins (ópersónulegt, formlegt rit-
mál). I efniviðnum birtist sýnishorn af málnotkun fullorðins fólks á
ýmsum aldri, karla jafnt sem kvenna. Hlutfall orða (þ.e. lesmálsorða;
e. tokens) úr ensku var borið saman í þessum þremur textategund-
um og það reyndist vera talsvert breytilegt. Það var hæst í óformlegu
ritmálstextunum (0,8%) en lægst í formlegu ritmáli (0,3%) þegar litið
er til lesmálsorða, þ.e.a.s. af hverjum 1000 orðum eru 8 orð ættuð úr
ensku í þeim fyrrnefndu en einungis 3 í þeim síðartöldu — og minnt
skal á að nöfn eru hér meðtalin. Hlutfall slíkra orða í talmálsefninu er
þar á milli (0,5%). í þessari rannsókn var einnig skoðað nánar hvaða
orð (þ.e.a.s. uppflettiorð; e. types) komu fyrir í textunum og reiknað
hlutfall orða úr ensku í orðaforðanum sem þar er. Þegar horft er á ensk
áhrif frá því sjónarhorni er hlutfall aðkomuorðanna talsvert hærra —
hátt í 4% að meðaltali — en þess ber að gæta að mörg orðanna koma
bara einu sinni fyrir í textunum. Einnig hér er skýr munur á textateg-
undum; í talmálsefninu og óformlegu ritmálstextunum eru 4-5% orð-
anna ættuð úr ensku en hlutfallið er einungis 2% í formlegu ritmáli
(Ásta Svavarsdóttir 2004a: 171-172). Niðurstöðurnar sýna að talsverð-
ur munur er á umfangi aðkomuorða í ólíkum textum og hníga því
í sömu átt og niðurstöður norrænu rannsóknarinnar á dagblaðatext-
um. Þær benda hins vegar ekki til þess að slík orð séu algengari í tali