Orð og tunga - 01.06.2009, Side 48
38
Orð og tunga
sem ýmsir fræðimenn hafa haldið fram á síðustu árum, að á 14. og
15. öld hafi verið svo lítill munur á lágþýsku og norrænum málum að
eðlilegra sé að líta á samband þeirra sem snertingu milli mállýskna en
milli mála (sbr. 3.2) þá er samband viðtökumálsins (íslensku) og veiti-
málsins (lágþýsku eða ensku) nokkuð annars eðlis á fyrra tímabilinu
en á því síðara. Ef um n.k. mállýskutengsl hefur verið að ræða þýð-
ir það að í samskiptum hansakaupmanna og Norðurlandabúa hefur
hvor getað talað sitt mál þannig að hinn skildi, líkt og þegar t.d. Dan-
ir og Norðmenn ræðast við nú á dögum, annar á dönsku og hinn á
norsku, og því hafa tengslin ekki endilega leitt til eiginlegs tvítyngis.
Það sama virðist geta átt við um íslensku á þessum tíma því skilin milli
hennar og meginlandsmálanna norrænu eru þá enn óveruleg, a.m.k.
miðað við það sem síðar varð. Aftur á móti er meiri munur á nútímaís-
lensku og ensku en svo að þeir sem tala þessi máli geti skilið hver ann-
an nema með því að læra mál hins — yfirleitt þannig að íslendingar
læra ensku og hafa samskipti við enskumælandi fólk á henni. Þannig
byggir snerting málanna á því að íslenskir málnotendur séu tvítyngd-
ir, a.m.k. að einhverju marki, og staða ensku í heiminum stuðlar að
því að þeir þrói með sér færni í ensku.
Hansakaupmenn voru fyrst og fremst kaupmenn en ekki sérlegir
boðberar menningar, en í kjölfar veraldlegra umsvifa fylgdu þó þættir
úr menningu þeirra, t.d. klæðaburður, tónlist, hljóðfæri, sögur, kvæði,
og að auki gríðarlega margt sem tengdist handverki og listum; þetta
endurspeglast í þeim tökuorðum sem bárust úr miðlágþýsku. Ensk og
amerísk menningaráhrif nú á dögum eru mjög víðtæk. Ekki hefur ver-
ið rannsakað skipulega hvernig fjölda og útbreiðslu enskra tökuorða
á mismunandi merkingarsviðum er háttað, en þau eru ekki síst áber-
andi á sviðum þar sem helst gætir mikilla og örra breytinga eftir tísku
og tíðaranda, t.d. í dægurmenningu af ýmsu tagi og þar sem erlend
samskipti eru mikil. Það eru jafnframt svið þar sem orð eiga sér oft
stuttan líftíma, óháð uppruna þeirra.
í greininni var vikið að umfangi tökuorða á þeim tveimur tíma-
bilum sem hér hefur verið fjallað um og reynt að meta hlutfallslega
tíðni þeirra í textum. Forvitnilegt er að bera saman miðlágþýsku áhrif-
in í eldri textum og þau ensku í nýlegum textum. Það er gert í töflu 3
sem bæði sýnir hlutfall dæma um tökuorð í textunum í heild (lesmáls-
móti hafði einungis fjórðungur „aldrei" notað ensku á þeim tíma (sbr. Kristján Áma-
son 2005:130).