Orð og tunga - 01.06.2009, Side 50

Orð og tunga - 01.06.2009, Side 50
40 Orð og tunga ritmálstextunum einum. Þetta bendir m.ö.o. til þess að orð af miðlág- þýskum uppruna í fornbréfum séu hlutfallslega talsvert fleiri en orð úr ensku í innlendu dagblaðaefni við lok 20. aldar. Hér er þó vert að minna á það að áætlun um fjölda uppflettiorða í fornbréfunum byggð- ist á óbeinum aðferðum (þ.e.a.s. samanburði við texta fornsagna, sbr. kafla 3.1) og þar af leiðandi er sú hlutfallstala ótraustari en aðrar tölur í töflu 3. Samanburðurinn virðist samt ekki benda til þess að ensk áhrif í nútímamáli, eins og þau birtast í hlutfallslegum fjölda tökuorða, séu verulega miklu meiri en áður hefur þekkst um erlend máláhrif. Þetta krefst þó frekari rannsókna; t.d. hefur hér einungis verið tæpt laus- lega á formlegum og merkingarlegum einkennum tökuorða og aðlög- un þeirra að íslensku málkerfi og ekkert verið fjallað um önnur svið málsins, t.d. áhrif á setningagerð. Samvinna okkar hefur sannfært okkur um að samanburður á er- lendum áhrifum á ólíkum tímum geti verið mjög frjór og varpað ljósi á vissa, afmarkaða þætti íslenskrar málþróunar, þar á meðal í sögu orðaforðans. Hér mætast málsagan og samtímamálið á spennandi hátt með gagnkvæmri yfirfærslu aðferða og þekkingar. Við teljum að það sé gagnlegt að hafa nútímann til hliðsjónar þegar við reynum að skilja hvað fór fram á fyrri öldum, m.a. vegna þess að völ er á miklu meiri og fjölbreytilegri heimildum um mál samtímans sem veita okkur inn- sýn í ýmiss konar tilbrigði í máli og málnotkun, t.d. eftir eðli og til- gangi texta, ytri aðstæðum, stíl o.fl. Sú þekking sem fengist hefur með rannsóknum á máltengslum hefur m.a. leitt til þess að fræðimenn hafa skoðað áhrif miðlágþýsku á norræn mál, og síðan áhrif norsku og dönsku á íslensku, sem mállýskuáhrif fremur en áhrif ólíkra tungu- mála hvers á annað. Það sjónarhorn eitt og sér getur breytt miklu um sýn okkar á þær breytingar sem urðu á orðaforða norrænna mála á síðmiðöldum og ætla má að ef eðli máltengslanna á þessum tveim- ur tímabilum er ólíkt af þeim sökum gæti nánari samanburður áhrif- anna leitt í ljós áhugaverðan mun á afleiðingum þeirra. Á hinn bóginn teljum við einnig að sú samþjöppun og einföldun staðreynda sem rás tímans hefur í för með sér, þar sem „óþarfar" upplýsingar hverfa í bak- grunninn og eftir stendur tiltölulega einföld og skýr mynd af ástandi fyrr á tíð, geti haft skýringargildi fyrir rannsóknir í nútímanum, þegar rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir ofgnótt gagna og heimilda. Tilgangur okkar var fyrst og fremst að gera tilraun til að skoða um- rædd tímabil í samhengi. Hér hefur lýsingu á máláhrifum á þessum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.