Orð og tunga - 01.06.2009, Side 50
40
Orð og tunga
ritmálstextunum einum. Þetta bendir m.ö.o. til þess að orð af miðlág-
þýskum uppruna í fornbréfum séu hlutfallslega talsvert fleiri en orð
úr ensku í innlendu dagblaðaefni við lok 20. aldar. Hér er þó vert að
minna á það að áætlun um fjölda uppflettiorða í fornbréfunum byggð-
ist á óbeinum aðferðum (þ.e.a.s. samanburði við texta fornsagna, sbr.
kafla 3.1) og þar af leiðandi er sú hlutfallstala ótraustari en aðrar tölur
í töflu 3. Samanburðurinn virðist samt ekki benda til þess að ensk áhrif
í nútímamáli, eins og þau birtast í hlutfallslegum fjölda tökuorða, séu
verulega miklu meiri en áður hefur þekkst um erlend máláhrif. Þetta
krefst þó frekari rannsókna; t.d. hefur hér einungis verið tæpt laus-
lega á formlegum og merkingarlegum einkennum tökuorða og aðlög-
un þeirra að íslensku málkerfi og ekkert verið fjallað um önnur svið
málsins, t.d. áhrif á setningagerð.
Samvinna okkar hefur sannfært okkur um að samanburður á er-
lendum áhrifum á ólíkum tímum geti verið mjög frjór og varpað ljósi
á vissa, afmarkaða þætti íslenskrar málþróunar, þar á meðal í sögu
orðaforðans. Hér mætast málsagan og samtímamálið á spennandi hátt
með gagnkvæmri yfirfærslu aðferða og þekkingar. Við teljum að það
sé gagnlegt að hafa nútímann til hliðsjónar þegar við reynum að skilja
hvað fór fram á fyrri öldum, m.a. vegna þess að völ er á miklu meiri
og fjölbreytilegri heimildum um mál samtímans sem veita okkur inn-
sýn í ýmiss konar tilbrigði í máli og málnotkun, t.d. eftir eðli og til-
gangi texta, ytri aðstæðum, stíl o.fl. Sú þekking sem fengist hefur með
rannsóknum á máltengslum hefur m.a. leitt til þess að fræðimenn hafa
skoðað áhrif miðlágþýsku á norræn mál, og síðan áhrif norsku og
dönsku á íslensku, sem mállýskuáhrif fremur en áhrif ólíkra tungu-
mála hvers á annað. Það sjónarhorn eitt og sér getur breytt miklu um
sýn okkar á þær breytingar sem urðu á orðaforða norrænna mála á
síðmiðöldum og ætla má að ef eðli máltengslanna á þessum tveim-
ur tímabilum er ólíkt af þeim sökum gæti nánari samanburður áhrif-
anna leitt í ljós áhugaverðan mun á afleiðingum þeirra. Á hinn bóginn
teljum við einnig að sú samþjöppun og einföldun staðreynda sem rás
tímans hefur í för með sér, þar sem „óþarfar" upplýsingar hverfa í bak-
grunninn og eftir stendur tiltölulega einföld og skýr mynd af ástandi
fyrr á tíð, geti haft skýringargildi fyrir rannsóknir í nútímanum, þegar
rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir ofgnótt gagna og heimilda.
Tilgangur okkar var fyrst og fremst að gera tilraun til að skoða um-
rædd tímabil í samhengi. Hér hefur lýsingu á máláhrifum á þessum