Orð og tunga - 01.06.2009, Side 88

Orð og tunga - 01.06.2009, Side 88
78 Orð og tunga 2 Um greiningu máltengsla Það má sem sé líta á sambúð íslensku og ensku nú um stundir og notk- un tökuorða frá fleiri en einni hlið. í þessum kafla er vikið að fjórum sjónarhornum sem hafa má í huga. Fjallað er um þessa þætti út frá sjónarhorni orðanna og flokkun þeirra, síðan er horft á fyrirbrigðið út frá textanum. Því næst er hugað nánar að því hvað felst í málvíxlum, en í síðasta undirkaflanum er vikið að mismunandi gildi sem málein- kenni eins og tökuorð og slettur geta haft. 2.1 Orðin Skoða má máltengsl lít frá orðum og velta því fyrir sér með hvaða móti orðin koma inn og hversu mikil aðlögun þeirra er að málinu. Á þýsku er gerður greinarmunur á því sem heitir Fremdxvort og Lehnwort. Fremdivort, sem e.t.v. mætti kalla framandorð á íslensku, er einfaldlega erlent orð (eða lítt aðlagað tökuorð) í texta eða tali. Þá er gert ráð fyrir að orðið sé tekið úr einu máli og sett inn í texta á öðru máli, í okkar dæmi íslenskan texta, án þess að það sé sérstaklega aðlagað. Oft eru orðin þá merkt eða mörkuð innan textans eða jafnvel beinlínis tekið fram að þau séu framandi. Dæmi um þetta er skáletrunin sem er not- uð til að einkenna þýsku hugtökin sem hér er fjallað um, en einnig mætti setja gæsalappir utan um þau. í tali mætti ná svipuðum áhrif- um með því að beita tónfalli eða tilburðum til að fylgja framburði þess máls sem orðin eiga rætur til, þ.e. veitimálsins. Lehnwort, sem kalla má tökuorð á íslensku, er hins vegar orð af erlendum uppruna sem er orð- ið fast í málinu og hefur aðlagað sig að formþáttum þess. Þótt þessi greinarmunur sé gagnlegur er hann ekki alltaf afger- andi, og ljóst er að orð geta verið mismikið aðlöguð á aflíðandi skala og er það oft í réttu hlutfalli við aldur þeirra. Flestir myndu sjálfsagt telja að gömul tökuorð eins og blessa og kirkja séu rammíslensk, en að orð eins og e-mail eða downloada séu á mörkum þess að teljast ís- lensk orð, enda þótt þau séu orðin hluti af daglegu máli í margvís- legu samhengi. Hér er þá álitamál hvort um er að ræða Fremdwort eða Lehnwort. Þegar slík álitamál koma upp getur verið hentugt að grípa til hugtaksins aðkomuorð, sem er þýðing á skandinavíska hug- takinu importord, sem Helge Sandoy, prófessor í Björgvin, hefur búið til í viðamikilli rannsókn sem hann hefur stýrt á undanförnum árum (sbr. http://moderne-importord.info). Aðkomuorð er einfaldlega orð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.