Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 88
78
Orð og tunga
2 Um greiningu máltengsla
Það má sem sé líta á sambúð íslensku og ensku nú um stundir og notk-
un tökuorða frá fleiri en einni hlið. í þessum kafla er vikið að fjórum
sjónarhornum sem hafa má í huga. Fjallað er um þessa þætti út frá
sjónarhorni orðanna og flokkun þeirra, síðan er horft á fyrirbrigðið út
frá textanum. Því næst er hugað nánar að því hvað felst í málvíxlum,
en í síðasta undirkaflanum er vikið að mismunandi gildi sem málein-
kenni eins og tökuorð og slettur geta haft.
2.1 Orðin
Skoða má máltengsl lít frá orðum og velta því fyrir sér með hvaða
móti orðin koma inn og hversu mikil aðlögun þeirra er að málinu. Á
þýsku er gerður greinarmunur á því sem heitir Fremdxvort og Lehnwort.
Fremdivort, sem e.t.v. mætti kalla framandorð á íslensku, er einfaldlega
erlent orð (eða lítt aðlagað tökuorð) í texta eða tali. Þá er gert ráð fyrir
að orðið sé tekið úr einu máli og sett inn í texta á öðru máli, í okkar
dæmi íslenskan texta, án þess að það sé sérstaklega aðlagað. Oft eru
orðin þá merkt eða mörkuð innan textans eða jafnvel beinlínis tekið
fram að þau séu framandi. Dæmi um þetta er skáletrunin sem er not-
uð til að einkenna þýsku hugtökin sem hér er fjallað um, en einnig
mætti setja gæsalappir utan um þau. í tali mætti ná svipuðum áhrif-
um með því að beita tónfalli eða tilburðum til að fylgja framburði þess
máls sem orðin eiga rætur til, þ.e. veitimálsins. Lehnwort, sem kalla má
tökuorð á íslensku, er hins vegar orð af erlendum uppruna sem er orð-
ið fast í málinu og hefur aðlagað sig að formþáttum þess.
Þótt þessi greinarmunur sé gagnlegur er hann ekki alltaf afger-
andi, og ljóst er að orð geta verið mismikið aðlöguð á aflíðandi skala
og er það oft í réttu hlutfalli við aldur þeirra. Flestir myndu sjálfsagt
telja að gömul tökuorð eins og blessa og kirkja séu rammíslensk, en
að orð eins og e-mail eða downloada séu á mörkum þess að teljast ís-
lensk orð, enda þótt þau séu orðin hluti af daglegu máli í margvís-
legu samhengi. Hér er þá álitamál hvort um er að ræða Fremdwort
eða Lehnwort. Þegar slík álitamál koma upp getur verið hentugt að
grípa til hugtaksins aðkomuorð, sem er þýðing á skandinavíska hug-
takinu importord, sem Helge Sandoy, prófessor í Björgvin, hefur búið
til í viðamikilli rannsókn sem hann hefur stýrt á undanförnum árum
(sbr. http://moderne-importord.info). Aðkomuorð er einfaldlega orð