Orð og tunga - 01.06.2009, Side 90
80
Orð og tunga
grein fyrir tónfalli, en eftir því sem mér heyrðist (eða mig minnir) voru
þrjár áherslur í segðinni eins og fram kemur í (1). Þar sem ég hváði og
lét símsvarandann endurtaka svarið, er ég nokkurn veginn viss um
fara rétt með það sem þarna var sagt, en hafa ber þann fyrirvara að
samtalið var (mér vitanlega!) ekki tekið upp.
Orðhluta- og setningaleg (morfósyntaktísk) greining segðarinnar
vekur sérstakar spurningar. Þar sem framburðurinn var ekkert sér-
staklega skýr er hugsanlegt að að baki því sem ég hef hljóðritað sem
[turistTnfo'meisjon.ier] hafi legið eitthvað sem skrifa mætti túrista-infor-
meisjonið er. Þarna væri þá (samsetta?) „tökuorðið" túrista-informeisjon,
beygt með ákveðnum greini í nefnifalli eintölu. En einnig er hugsan-
legt að talandinn hafi litið á þetta sem „erlent orð í íslenskum texta"
og þá óbeygt og óaðlagað. En rétt er þó að taka fram að ekki tók ég
eftir neinum merkjum um það, t.d. í tónfallinu, og einstök hljóð virt-
ust vera íslensk fremur en ensk. (Enskur (amerískur) framburður væri
eitthvað í áttina við: ['tA.jastinfa'meifn].)
Ljóst er af þessu einfalda dæmi að hér er mörg matarholan fyrir
þann sem vill kafa í rannsóknir á sambúð mála, og að ýmsu að hyggja.
Er orðið tiírista-mformeisjon orðið hluti af íslensku máli, og ber þá í
fræðilegri frásögn og greiningu að skrá það sem hluta af íslenskum
orðaforða? Þótt það sé, eins og áður er tekið fram, önnur saga hvort
málfarsráðgjafar eða „málræktaryfirvöld" eigi að „mæla með orðinu"
eða setja það til dæmis í stafsetningarorðabók, þannig að menn viti
hvernig á að fara með það. Hér er frekar spurt hvað felist í því að orð
verði íslenskt, t.d. í þeim skilningi að það sé hluti af þeim formum
sem þeir sem (telja sig) tala íslensku grípa til, án þess að setja sig í þær
stellingar að þeir séu að tala annað mál.
2.3 Málvíxl
Áður var minnst á hugtakið málvíxl, sem er það þegar skipt er á milli
tungumála, þannig að ýmist er talað á einu eða öðru máli, og til greina
kemur að líta svo á að þegar erlent orð er notað í íslensku tali eða texta,
geti það á stundum flokkast undir einhvers konar málvíxl. Kannski er
einungis gripið til orðsins eða orðasambandsins vegna þess að ekki
er til íslenskt orð, þannig að erfitt er að koma orðum að efninu. Og
talandi kýs e.t.v. af einhverjum sérstökum ástæðum að orða hlutina
á erlendu máli og skipta tímabundið yfir. Á hinum enda máltengsla