Orð og tunga - 01.06.2009, Side 94
84 Orð og tunga
frá því að vera laus við erlend áhrif, og segja má að ekkert sé til sem
kalla mætti fullkomlega hreint tungumál.
Minnst var á gildi (fúnksjón) málforma og málafbrigða (og heilla
tungumála). Orðið gildi má hér nota í nokkuð víðri merkingu, með-
al annars þannig að átt sé við hluti eins og (meðvitað eða ómeðvitað)
mat á því hvað sé gott eða vont eða við hæfi, t.d. út frá fagurfræðilegu
eða siðferðislegu sjónamiði. Einnig ber hér að vísa til notkunargildis,
þ.e. mats eða takmarkana á því hvað sé nothæft við tilteknar aðstæð-
ur. Hluti af gildismun íslensku og ensku er vitaskuld fólginn í því að
íslenska er mál smáþjóðar, en enska er heimsmál. Enska er því not-
hæf mun víðar en íslenska og nokkuð ber á því að svið eins og dæg-
urtónlist og ákveðnar atvinnugreinar eða kimar mannlífs hér á landi
hafi ensku sem nytjamál. Og um þessar mundir fer fram umræða um
notkunarsvið tungumálanna. Enska sækir á í háskólastarfi og rann-
sóknum, og hafa háskólar og háskóladeildir lýst yfir því markmiði að
auka enskunotkun í starfi sínu.
Önnur hlið á gildi og gildismati á máli og málformum er tilfinning
málnotanda fyrir því hvað felst í því að nota erlent orð í máli sínu.
Spyrja má hversu meðvitaður málhafi er um að orð eins og kex (sem
raunar er ekki til neitt „íslenskt" orð um) eða sjoppa eru tökuorð úr
ensku og hversu æskileg eða viðeigandi þau eru. Hér eru á ferð tvö
tökuorð, mis-gömul, sem bæði hafa lagað sig á sinn hátt að íslensku
hljóðkerfi, beygingarkerfi og rithefð. Ólíklegt virðist að hið fyrra hafi
nokkurn framandlegan blæ eða yrði kallað sletta, þótt hugsanlegt sé
að sumum þyki hið síðara síður þjóðlegt og þar af leiðandi síður not-
hæft í vönduðu máli. Hins vegar má gera ráð fyrir að nýlegri slettur
eins og e-mail eða cockpit verði talin framandleg, og það að nota þau
getur haft í för með sér einhvers konar stílval. Tökuorð og heimaorð í
íslensku geta þannig haft misjafnt stílgildi, og margir forðast notkun
tökuorða í vönduðu tali eða skrifum.
Hér vaknar spurningin hvers vegna símsvarandinn í dæminu í (1)
valdi að vísa til enska heitis upplýsingamiðstöðvarinnar frekar en þess
íslenska. Ekki skal um það fullyrt hér, en kannski er enska gerðin ein-
hvern veginn ómörkuð í símtölum við viðskiptavini veitingastaðarins,
sem vafalaust eru oft erlendir ferðamenn.