Orð og tunga - 01.06.2009, Page 95

Orð og tunga - 01.06.2009, Page 95
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn 3 Aðlögun orða 85 í þessum kafla verður hugað nánar að því hvernig erlend orð laga sig að íslenskum aðstæðum og verða hluti orðaforðans. í 3.1 er einkum hugað að merkingu og því hvernig orðin falla inn í merkingarkerfi málsins. í 3.2 er rætt um beygingarlega aðlögun og aðlögun að orða- hljóðkerfinu. í 3.3 er fjallað um rannsóknir á því sem kalla má kerfis- bundna vörpun milli ensku og íslensku, þar sem skoðað hefur verið hvernig aðkomuorð laga sig að íslensku hljóðankerfi, en í 3.4 er hugað að því hvernig segðahljóðkerfið og ýmis lögmál sem gilda um sam- fellt tal verka í þessari málblöndun. í 3.5 er svo fjallað um þau viðmið sem notuð hafa verið í málrækt. Bent er á að eitt er að greina fræði- lega þá þætti sem hér er fjallað um og annað að koma með tillögur og málfarsráðgjöf og stöðlun ritmáls og talmáls. 3.1 Orðkerfí og merking Áður en úr því verði skorið hvenær orð verður hluti af íslenskum orðaforða er óhjákvæmilegt að huga að því hvernig skilgreina beri hugtakið orðaforði. Meðal þess sem þar ber að hafa í huga er að ein leið til að líta á „íslenskan" orðaforða sem eins konar samtímalega eða sögulega heild, en önnur leið er að líta á þetta út frá þeim sem nota málið, þ.e. hvaða orðaforða þeir hafa á valdi sínu. í málfræðilegri um- fjöllun (hver svo sem formerkin eru) er orðasafn - lexíkon (lexis) jafnan talið einhvers konar hluti af málkerfinu og því oft líkt við safn færslna, þar sem geymdar eru upplýsingar um hljóðform, merkingu og setn- ingaleg einkenni eininga, sbr. t.d Singleton (2000). Einingar þessa hluta málkerfisins eru þær sem gripið er til og þær settar inn í setningar og orðasambönd og lagaðar að hljóðformum málsins. Hvert mál hefur sínar formúlur um byggingu og gerð ein- inganna. Hér er um að ræða reglur um orðhlutagerð, þ.e. hverjar eru smærri einingar orðsins, orðhlutar eða myndön, og hljóðgerð, þ.e. úr hvaða hljóðeiningum þau eru saman sett. En einnig ber að hyggja að merkingarkerfinu. Um leið og orð er notað fær það merkingu í töku- málinu, og oft er sú merking fljót að verða að einhverju leyti ólík merk- ingunni sem það hafði í veitimálinu, þótt merkingarbreytingarnar séu sjaldnast miklar. Sem dæmi um sérstaka merkingu sem þróast hefur í tökumálinu má nefna sögnina að teika, sem hefur verið notuð um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.