Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 95
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
3 Aðlögun orða
85
í þessum kafla verður hugað nánar að því hvernig erlend orð laga sig
að íslenskum aðstæðum og verða hluti orðaforðans. í 3.1 er einkum
hugað að merkingu og því hvernig orðin falla inn í merkingarkerfi
málsins. í 3.2 er rætt um beygingarlega aðlögun og aðlögun að orða-
hljóðkerfinu. í 3.3 er fjallað um rannsóknir á því sem kalla má kerfis-
bundna vörpun milli ensku og íslensku, þar sem skoðað hefur verið
hvernig aðkomuorð laga sig að íslensku hljóðankerfi, en í 3.4 er hugað
að því hvernig segðahljóðkerfið og ýmis lögmál sem gilda um sam-
fellt tal verka í þessari málblöndun. í 3.5 er svo fjallað um þau viðmið
sem notuð hafa verið í málrækt. Bent er á að eitt er að greina fræði-
lega þá þætti sem hér er fjallað um og annað að koma með tillögur og
málfarsráðgjöf og stöðlun ritmáls og talmáls.
3.1 Orðkerfí og merking
Áður en úr því verði skorið hvenær orð verður hluti af íslenskum
orðaforða er óhjákvæmilegt að huga að því hvernig skilgreina beri
hugtakið orðaforði. Meðal þess sem þar ber að hafa í huga er að ein
leið til að líta á „íslenskan" orðaforða sem eins konar samtímalega eða
sögulega heild, en önnur leið er að líta á þetta út frá þeim sem nota
málið, þ.e. hvaða orðaforða þeir hafa á valdi sínu. í málfræðilegri um-
fjöllun (hver svo sem formerkin eru) er orðasafn - lexíkon (lexis) jafnan
talið einhvers konar hluti af málkerfinu og því oft líkt við safn færslna,
þar sem geymdar eru upplýsingar um hljóðform, merkingu og setn-
ingaleg einkenni eininga, sbr. t.d Singleton (2000).
Einingar þessa hluta málkerfisins eru þær sem gripið er til og þær
settar inn í setningar og orðasambönd og lagaðar að hljóðformum
málsins. Hvert mál hefur sínar formúlur um byggingu og gerð ein-
inganna. Hér er um að ræða reglur um orðhlutagerð, þ.e. hverjar eru
smærri einingar orðsins, orðhlutar eða myndön, og hljóðgerð, þ.e. úr
hvaða hljóðeiningum þau eru saman sett. En einnig ber að hyggja að
merkingarkerfinu. Um leið og orð er notað fær það merkingu í töku-
málinu, og oft er sú merking fljót að verða að einhverju leyti ólík merk-
ingunni sem það hafði í veitimálinu, þótt merkingarbreytingarnar séu
sjaldnast miklar. Sem dæmi um sérstaka merkingu sem þróast hefur
í tökumálinu má nefna sögnina að teika, sem hefur verið notuð um