Orð og tunga - 01.06.2009, Side 100

Orð og tunga - 01.06.2009, Side 100
90 Orð og tunga hafi valdið miklum höfuðverk hjá þeim sem fjalla um stöðlun rithátt- arins. Hinn íslenski framburður er [prit(-)s] og [tjas(:)], sem er í raun býsna ólíkur enska (eða ameríska) framburðinum [bri’ófl og [djæ’z]. Hér er ekkert hljóð í sínu upphaflega formi þegar orðin eru komin í ís- lenska búninginn. Hinir rödduðu hljómleysingjar [b,c^] og [z], sem eru í ensku orðunum, fá óraddaðar samsvaranir í íslenska framburðinum, auk þess sem tvinnhljóðið í djass er leyst upp í klasann [tj], skrifað dj. Eins og gefið er til kynna með lengdarmerkjum er líka talsverður munur á íslensku atkvæðagerðinni og þeirri ensku. í báðum íslensku orðunum eru stutt sérhljóð, sem kallar á lengingu eftirfarandi sam- hljóðsins eftir því hversu sterk áherslan er, en í ameríska framburð- inum eru bæði sérhljóð löng (eða réttara sagt „ekki stutt"), eins og táknað er með hálflengdarmerkinu. í tilvitnaðri grein Ástu Svavarsdóttur (2007) eru skoðaðar nokkr- ar breytur sem mæla hljóðkerfislega aðlögun enskra orða að íslensku tali. Þar kemur fram að í sumum tilvikum eru samsvaranirnar reglu- legar, t.d. er ensku [.1] reglulega varpað yfir á íslenskt [r], og ensku tvívaramæltu [w] yfir á íslenskt [v]. Hins vegar er tvennt til með enskt [fl. Það er ýmist túlkað sem [sj] eða sem [s:], m.a. eftir því hvar í orði það stendur. Ensku [a] eins og í pub er reglulega komið til skila sem [œ]. Enska tvinnhljóðið [tj'] verður íslenskt [tj] eða [sj] í framstöðu; [65] > [sj] eða [j] en einnig [ts] í bakstöðu (sbr. líka Kress 1966). Meginniðurstaðan af rannsókn Ástu og Sigrúnar er sú að orðin aðlagist svo til alltaf eitthvað, með öðrum orðum að þau séu sett inn í íslenskt hljóðkerfi og beygingarkerfi. Það styður þá tilgátu sem hér er sett fram að sjaldan sé um það að ræða að menn skipti algerlega um orðahljóðkerfi þegar þeir nota erlendu orðin. Og samkvæmt þeim greinimörkum sem hér er miðað við eru orðin sem fjallað er um hluti af íslensku máli. Rannsóknin sýnir einnig að ákveðnar venjur geta skapast, og for- múlur fyrir því hvernig fara eigi með orðin. Dæmi um þetta er heiti á léttmeti sem heitir á ensku bugles [bjuglz] og tekur nafn sitt af því að bitarnir eru eins og lúður eða gjallarhorn í laginu, sbr. ensku merkingu orðsins 'horn, lúður'. Þetta fæði hefur fengið íslenska heitið [pœk-les], sem myndi samsvara rithættinum böggles. Hér er fylgt þeirri formúlu að það sem ritað er u á ensku skuli berast fram [œ], sbr. pub, en að öðru leyti er notaður íslenskur framburður í samræmi við ritháttinn. Vafalaust eru til fleiri svona „þumalfingursreglur" sem beitt er, sbr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.