Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 103
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
93
Annað dæmi sem Baldur tekur um mismikla aðlögun að íslensku
málkerfi eru orðin týpa og týpísknr. Þessi orð eru oft (eða voru) borin
fram með frammæltu kringdu [y]-hljóði; sem hvarf úr íslensku máli
með afkringingunni sem varð hér á 15. og 16. öld. Þetta [y] er sam-
kvæmt því framandi hljóð í nútímamálskerfinu og framburður með
[y] á orðum eins og týpa og týpísknr fylgir ekki íslensku hljóðkerfi að
mati Baldurs. Enda mun lang-algengast nú orðið að bera þessi orð
fram með ókringdu [íþhljóði.* * 9
Frekari dæmi sem Baldur tekur um skort á aðlögun að íslensku
kerfi eru orð eins og sófi [sou-.fi], kaþólsknr [kha:0oulskyr] og sígaretta
[shkarehta]. Þarna er annars vegar um það að ræða í sófi og kaþólsknr
að órödduðu önghljóðin [f] og [0] eru borin fram milli sérhljóða, en
slíkt þekkist ekki í arfteknum orðaforða, og hins vegar er á ferðinni
óvenjuleg samsvörun milli ritháttar og framburðar í sófi (f milli sér-
hljóða borið fram sem [f] en ekki [v]) og sígaretta (g borið fram sem
lokhljóð en ekki önghljóðið [y])-
Þótt segja megi að þessi orð beri einhvern framandlegan blæ og
hafi því samkvæmt strangasta mati varla öðlast þegnrétt í málinu, má
benda á að þau virðast lifa góðu lífi í ræðu og riti, og raunar er álitamál
hversu framandleg þau eru í raun og veru. Hér má benda á umræðu
hjá Kristjáni Árnasyni (2005a:172) um orð eins og kaþólsknr og sófi, þar
sem rætt er um þann möguleika að líta svo á sem þessi orð sýni það
sem kalla má kerfisgöt í hefðbundnum orðaforða. Hinn möguleikinn
er að segja sem svo að hér hafi það gerst, eins og þegar orð eins og
prestnr komu inn í málið og „höfðu með sér" hljóðið /p/, að orðin sé
breyting á hljóðkerfinu sem felur það í sér að [0] getur staðið inni í orði
milli sérhljóða.
Hvað varðar orð eins og sígaretta, þar sem ritað er g milli sérhljóða
og borið fram með ófráblásnu lokhljóði, þá er það auðvitað óvenju-
legt miðað við arftekinn orðaforða að stafurinn g tákni lokhljóð milli
sérhljóða, en hins vegar má færa fyrir því rök að orð eins og stiídent
og önnur hliðstæð, sem í máli harðmæltra hafa ófráblásið lokhljóð séu
hljóðkerfislega eðlileg (sbr. t.d. Gunnar Ólaf Hansson 2003). Það má
verði áherslan líklegri til að vera á seinna atkvæðinu: Fimm pró'sent, heldur en þegar
tvíkvætt orð fer á undan: 'Fjögur 'prósent. Þetta er efni til frekari rannsóknar.
9Raunar bendir Baldur á að ráðið sem menn nota (eða notuðu) til að ná framburð-
inum hafi verið að nota tvíhljóðið [yí] sem kemur fyrir í framburðinum hugi [hYÍji],
þannig að framburðurinn hafi í raun lagað sig að íslenskum aðstæðum, þ.e. að sagt
hafi verið [thYÍ:pa] og [thYÍ:piskYr].