Orð og tunga - 01.06.2009, Page 107
Kristján Árnason: Að bera sér orð í munn
97
áherslu annars staðar en á fyrsta atkvæði, eða að orðaforðinn skipt-
ist í tvennt eins og í ensku. En hins vegar er meiri ástæða til að líta
svo á að þessi staða sé komin upp í færeysku og ljóst er að eftir því
sem þetta verður algengara í íslensku máli verður að gera ráð fyrir að
formgerðirnar „lexíkalíserist" eða verði „færðar til orðabókar" ef svo
má segja. Og þegar þar er komið sögu er óhjákvæmilegt að gera ráð
fyrir að íslenska hafi orðið fyrir blendingsáhrifum.
5 Lokaorð
Hvenær verður orðið íslenskt?
Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að að mörgu er að hyggja
þegar greina á þau lögmál sem gilda þegar orð flytjast á milli mála, og
mörg afar fróðleg álitamál koma upp, sem varpa ljósi á málkerfisleg
fyrirbrigði.
Hér hafa verið reifuð rök fyrir því að líta svo á að orð verði ís-
lenskt við það eitt að það er notað í munni íslensks málhafa (sem
hefur íslensku að móðurmáli). Nefnd hafa verið dæmi sem sýna að
tökuorð fá fljótt sérstaka merkingu og hlutverk í tökumálinu, annað
en í veitimálinu. Orðin laga sig furðu fljótt að hinum nýju aðstæðum.
Þau eru fljót að fá sérstök form og merkingu sem rekja má til viðtöku-
málsins. Þannig fá ýmsar upphrópanir og skammaryrði sem tíðkast
í íslensku tali hljóðkerfisleg einkenni íslenskunnar. Orðiðfnck you er
borið fram sem [foh:cu] með íslenska hljóðinu [o] og aðblæstri í stað
þess enska [f^kju] og orðið Jesus verður [tjiisis] með órödduðum hljóð-
um í stað enska framburðarins [(þizoz]. Orðið yes, með sínum íslenska
framburði: [jes:] hef ég heyrt í íslensku sem einhvers konar upphróp-
un, þegar eitthvað gengur upp, eins og þegar handboltaliðið manns
sigrar. í máli fólks í Björgvin í Noregi hef ég hins vegar heyrt þetta
notað á svipaðan hátt og jæja.
Tilgátan sem hér er varin er með öðrum orðum sú að það sé óhjá-
kvæmilegt að gera ráð fyrir einhverri aðlögun þegar erlent orð er not-
að í íslenskum texta (töluðum eða rituðum). Hinn kosturinn, þ.e. að
erlent orð lagist lítt eða alls ekki að umhverfinu, myndi væntanlega
flokkast sem málvíxl. En í 2.3 hér að framan var bent á að forsenda
þess að hægt sé að nota hugtakið málvíxl um málnotkun þar sem tvö
tungumál skiptast á í sama texta sé sú að málnotendur hafi gott vald