Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 113

Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 113
Vésteinn Ólason: Hugtök og heiti í bókmenntafræði 103 þaz hatta tal er Snorri hevir ort um Hak[on] konvng ok Skvla hertug[a]. (Uppsala Edda 1977:1). í Skáldskaparmálum segir Snorri goðsögn af uppruna skáldskapar- ins, eða skáldamjaðarins; sagan er í sjálfu sér ekki skáldskapar- eða bókmenntafræði, en þó er í lok hennar vikið að því að ekki sé allur skáldskapur jafngóður: Þar segir frá skáldfíflahlutnum, því sem örn- inn sendi aftur - eða „repti" aftur, eins og segir í Uppsala Eddu (Upp- sala Edda 1977:37). Það er reyndar íhugunarefni að orðið „leir" hefur þarna breytta merkingu, og ekki er víst að allir sem tala um „leirburð" hugsi út í hvað orðið merkir í Skáldskaparmálum. En það er ekki fyrr en þessari sögu er lokið að Snorri gerist í alvöru bókmenntafræðingur og fer að skilgreina skáldskap eða bundið mál. Hann lætur Braga, guð skáldskaparins, vera þann sem segir skil á skáldskap, og fer vitaskuld vel á því, en spurningar Ægis fela vissulega í sér skáldskaparfræði- lega hugsun. Ægir spyr: „Hversv amarga lund breytit þer orðtpkum skaldskapar, eþa hversv mprg erv kyn skaldskaparins?" (Snorra Edda 1931:85). Með „orðtökum skáldskapar", sem breytt er, á hann við hvernig orðum sé hagað til að ræða verði skáldleg og greinist frá lausu og hversdagslegu máli, en þegar Bragi er spurður nánar um „kyn" skáldskapar, svarar hann: „Mal ok hættir", og á við „stíl" og „brag". Bókmenntafræði Snorra er af þröngu sviði, fjallar annars vegar um stíl: hvernig hægt sé að tala um viðfangsefni, nefna þau með heit- um og kenningum af fjölmörgu tagi og skerpa á með sannkenningum og viðkenningum, sem hann kallar svo; hins vegar fjallar Snorri um brag og þá einkum um bragarhætti. Orðin sem hann notar og kalla má fræðileg eru ekki mjög mörg, nema nöfn hátta, sem í raun eru oft ekki síður miðuð við tilbrigði í stíl en brag. Snorri setur mál sitt fram með dæmum fremur en sértekningum eða alhæfingum; hugsun hans er fremur hluttæk en sértæk, eins og hjá fornum lögspekingum okkar. Hann sýnir bragarhætti og nefnir þá, en þó eru í Eddu stutt- ir kaflar með meiri sértekningum, eins og í upphafi Háttatals (Snorra Edda 1931:213).1 Bróðursonur Snorra, Ólafur hvítaskáld, finnur síð- an í málskrúðsfræði sinni, sem er hluti af Þriðju málfræðiritgerðinni, íslensk dæmi um stílbrögð margs konar sem hann nefnir sínum lat- nesku heitum, og því er svo haldið áfram í Fjórðu málfræðiritgerð- inni (Þriðja og fjórða málfræðiritgerðin 1884). íslensk skáld, einkum 'Margt hefur verið ritað um fræðihugtök Snorra, sjá einkum Margaret Clunies Ross 1987 og Guðrún Nordal 2001 og rit sem þar er vísað til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.